Herjólfur IV á pantaða upptöku hjá Slippnum á Akureyri 18. september. Skipið fer úr áætlun 15. september og kemur við í Hafnarfirði þar sem fer fram björgunaræfing og yfirferð á björgunarbúnaði áður en siglt er norður á Akureyri. Gert er ráð fyrir að skipið verði allt að átta daga á þurru en siglingin tekur tvo sólarhringa hvora leið þannig að gera má ráð fyrir að skipið verði úr áætlun í allt að tvær vikur. „Það á að fara yfir uggana framleiðandinn gerir það, skiptir um þéttingar og fóðringar. Það þarf að stilla, laga og yfirfara ýmsa hluti og verður sú vinna í höndum framleiðenda búnaðarins,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Hleðsluturninum komið fyrir á Básaskersbryggju.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að turnum með hleðslubúnaði hefur verið komið fyrir bæði við legu kannt Herjólfs í Vestmanneyjum og Landeyjahöfn. Áætlar er að taka þann búnað í gagnið um mánaðarmótin október-nóvember en sú vinna er á höndum vegagerðarinnar. Allur búnaður um borð er klár til að taka á móti hleðslu úr landi.
„Búið er að máta Herjólf III að bryggju í Vestmannaeyjum og einnig í Landeyjahöfn og mældum afstöðu m.t.t. stöðu á hleðslubúnaði. Þær mælingar sem gerðar voru sleppa og verður hægt að notast við Herjólf III þegar sá nýi fer í slipp án lagfæringar og eða breytinga á búnaði á bryggjum. Þetta staðfesta skipstjórar,“ sagði Guðbjartur.