Það hefur sett svip sinn á bæjarbraginn þegar skemmtiferðaskip liggja við bryggju í Vestmannaeyjum í sumar. „Það eru komin 65 skip það sem af er sumri og fjögur skip eftir að koma. Það hafa verið átján skip sem þurftu að fara fram hjá í sumar, sem er óvanalega mikið sérstaklega miðað við hvað sumarið var gott veðurfarslega,“ sagði Andrés Sigurðsson yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn.
Árið í ár er met í komum skipa og óhætt að segja að ekkert lát sé á.
„Það hefur verið stöðug aukning í komu skemmtiferðaskipa og eru þau nú farin að skipta verulegu máli varðandi rekstur hafnarinnar og er nú svo komið að í einhverjum tilvikum þurfum við orðið að vísa skipum frá því það er ekki pláss,“ Segir Andrés.
Nú þegar hafa 85 skip boðað komu sína næsta sumar og kominn upp sú staða að vísa þarf skipum frá. Skemmtiferðaskip hafa töluverð áhrif á þjónustuaðila í ferðaþjónustu og söfnin í bænum.