Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Herjólfs OHF frá 28. ágúst sem birt var í dag.

“Framkvæmdastjóri upplýsti stjórn um ástæður þess að ekki var siglt til Landeyjahafnar í nokkrum tilvikum þegar það leit út fyrir að vera fært þangað. Annars vegar losnuðu tvö þil í höfninni sl. sunnudag og þurfti að kanna hvar þau lægju áður en hægt væri að sigla inni í höfnina og hins vegar kom í ljós að stýribúnaður Herjólfs IV þarfnast fínstillingar. Unnið er að því að lagfæra búnaðinn. Framkvæmdastjóri var ánægður með skjót viðbrögð varðandi þilin, kafari var sendur við fyrsta tækifæri til að kanna aðstæður.

Niðurstaða: Tryggja þarf að upplýsingagjöf varðandi siglingar sé góð og tilkynningar verði settar inn með góðum fyrirvara eins og hægt er miðað við aðstæður”