ÍBV heimsótti FH í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. FH-ingar komust í 6-1, en ÍBV skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lauk leiknum því 6-4. Sigurður Arnar Magnússon skoraði eitt marka ÍBV en hin þrjú skoraði Gary Martin.

Nú þegar tveir leikir eru eftir af mótinu er athyglisverð staðreynd að Gary Martin er næst markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur skorað 12 mörk í 13 leikjum, einu færra en Blikinn Thomas Mikkelsen sem þó hefur leikið 18 leiki. Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar hefur skorað jafnmörk mörk og Gary, en í 20 leikjum. Það verður því að teljast ansi líklegt að Gary fái gull, silfur eða bronsskóinn að móti loknu.

ÍBV situr áfram á botni deildarinnar og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta ári eins og áður hefur komið fram.