Skákkennsla barna í Grunnskóla Vestmannaeyja á vegum Taflfélagsins hófst að nýju í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 um miðjan september síðasliðin. Ákveðið var að loknu Beddamótinu í atskák 11. maí sl. að efla skákkennslu krakka TV í haust, en helsti styrkaraðilinn var og er Vinnslustöðin hf. Nú er kennt fjórum sinnum í viku hjá TV og skiptast blandaðir hópar, strákar og stelpur í byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Þess á milli fara fram skákmót. Kennsluna annast þeir Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson og þeim til aðstoðar er Guðmundur Sigfússon. Þeir félagar kynntust skákinni þegar þeir tóku þátt í starfi á blómatíma TV fyrir nokkrum árum. Ljósmyndin með fréttinni var tekin sl. mánudag að lokinni skákkennslu fyrir byrjendur í skákheimili TV við Heiðarveg. Hægt er að bæta við nemendum í og er ekkert þátttökugjald.