Í morgun kom út á helstu miðlum nýtt myndaband við lag Foreign Monkeys, Return. Aðalleikari myndbandsins er rafvirkinn og “method” leikarinn Hreggviður Óli Ingibergsson.

Hreggviður sagði í samtali við helstu miðla í morgun að hann hafi aðeins sett drengjunum í Foreign Monkeys eitt skilyrði fyrir að leika í myndbandinu. „Ég yrði að fá að deyja í videoinu, annars yrði ég ekki með“.

Myndbandið er tekið upp hér í Eyjum, nánar tiltekið á heimili Hreggviðs og í Zame krónni og kunna þeir félagar í Foreign Monkeys eigendum króarinnar bestu þakkir fyrir notin á henni.

Leikstjórn og klipping var í höndum Gottskálks Daða Bernhöft Reynissonar og var myndbandið framleitt af RKK I RVK.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan eða á Facebooksíðu Foreign Monkeys

Lagið er einnig aðgengilegt á Spotify sem og öll platan Return