Marinó Sigursteinsson betur þekktur sem Mari Pípari er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins og hlýtur að því tilefni fréttapýramídann 2019. Mari er fæddur 7. desember 1952. Hann er sonur hjónanna Sigursteins Marinóssonar pípulagningarmeistara og Sigfríðar Björnsdóttur. Mari er pípulagningarmeistari að mennt og hefur rekið fjölskyldufyrirtækið Miðstöðina frá árinu 1991 og allt til ársins 2017 þegar Bjarni Ólafur Marinósson sonur hans tók við sem framkvæmdastjóri en Bjarni er fjórði ættliðurinn sem rekur fjölskyldufyrirtækið. Mari starfar enn við fyrirtækið og hefur nú gert í tæp 50 ár. Afi Mara, Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari stofnaði fyrirtækið árið 1940 en rak það undir sínu nafni allt til 1950 þegar það fékk nafnið Miðstöðin.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In