Íslandsmótið í CrossFit fer fram nú í lok mánaðarins í CrossFit Reykjavík og í Laugadalshöllinni. Mótið er keyrt áfram af CrossFit Reykjavík og haldið í samstarfi við Reykjavík International Games (RIG). Til leiks er boðið þeim efstu í hverjum flokki sem kepptu á CrossFit Open síðasta haust. Alls eru þetta 90 manns sem eru skráðir til leiks og er skemmst frá því að segja að við vitum um 12 keppendur með náin tengsl við Eyjar. Flestir af þessum hafa á einhverjum tímapunkti æft hjá CrossFit Eyjar eða byrjað sinn feril þar. Allir þessir keppendur hafa einhvern tímann æft hjá CrossFit Eyjar nema sú yngsta Tinna María, dóttir Stefnis Spartan Snorrason og Soffíu Friðrikku Sigurðardóttur. Guðmóðir Crossfitts í Eyjum Hrund Scheving er að sjálfsögðu líka á meðal keppenda og hún keppir einnig fyrir Íslands hönd í Ólympískum lyftingum á RIG2020. Það verður bein útsending frá mótinu á RÚV laugardaginn 1. Febrúar.

Eyjamennirnir sem mæta til leiks á mótinu eru þessir: Tinna María Stefnisdóttir, Rakel Hlynsdóttir, Hörður Orri Grettisson, Gyða Arnórsdóttir, Hrund Scheving, Guðjón Ólafsson, Elías Árni Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Magnús Gíslason, Gunnar Hreinsson, Jóhanna Jóhannsdóttir og Gísli Hjartar.

Við erum þess fullviss að þessi hópur á eftir að standa sig og verða sér og Eyjunum til sóma.