Fræðsluráð fundaði á miðvikudag þar fóru fram umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum.

Í niðurstaða ráðsins kemur fram að núverandi framtíðarsýn í menntamálum rennur út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. Í framhaldi var rætt um skipun faghóps sem mun hafa það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Skipað verður í faghópinn á næsta fundi fræðsluráðs. Ný framtíðarsýn gildi út skólaárið 2025-2026.