Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa í stað milli ára í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjar eru í áttunda sæti af sveitafélögunum 16, þegar skoðuð eru gjöld fyrir 8 tíma vistun í leikskóla með fæði fyrir árið 2020.