Það hefur ekki farið fram hjá sundlaugargestum framkvæmdir hafa staðið yfir í íþróttamiðstöðinni frá því í haust. Við fengum að kíkja inn í klefana en þar var allt á fullu. Grétar Eyþórsson forstöðumaður í Íþróttamiðstöðinni sagðist vera ánægður með gang mála og var bjartsýnn á að það tækist að taka karlaklefann í gagnið um miðjan mars og kvennaklefann fljótlega í framhaldinu. „Ég er þakklátur okkar gestum að sýna þessu skilning og ánægður með starfsfólkið hvernig það hefur staðið sig við þessar aðstæður. Ég hlakka mikið til að bjóða gestum okkar aftur upp á nýja og fyrsta flokks aðstöðu,“ sagði Grétar í samtali við Eyjafréttir.