Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu.

Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta.

Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Upplýsingar um sáningartíma helstu tegunda og hvernig kryddjurtum er fjölgað með græðlingum. Greint er frá ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktuninni.
Námskeiðið prýðir fjöldi mynda og myndbönd úr ræktun leiðbeinandans.

Þátttakendur fá aðgang að lokuðum hópi á Fésbók í 10 daga eftir námskeiðið. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum frá námskeðinu og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og spjalla.

Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom fjarfundakerfi mánudaginn 20. apríl kl. 17-18:30
Aðgangur ókeypis í boði Visku og Eyjafrétta Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst á [email protected] því takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Fjölmörg fleiri námskeið eru framundan sem kynnt verða á næstu dögum.