Góðgerðarsamtökin SEA LIFE Trust kynna árskort fyrir gesti búsetta á Íslandi sem gerir þeim kleift að heimsækja Gestastofu griðastaðar mjaldra á afsláttarverði næsta árið.
Árskort fyrir gesti búsetta í Vestmannaeyjum nutu mikilla vinsælda á síðasta ári og verða áfram í sölu. Á þessu ári vill SEA LIFE TRUST GRIÐASTAÐUR MJALDRA auk þess nú einnig gefa gestum sem búsettir eru á fastalandinu kost á að vera árskortshafar.
Þetta nýja íslenska árskort kostar 5.000,- kr. fyrir fullorðna og 3.000,- kr. fyrir börn 6 – 13 ára.

Í Gestastofu Griðastaðarins geta íbúar Íslands og fjölskyldur þeirra geta fræðst um mjaldrana tvo, Litlu Hvít og Litlu Grá, 9.700 km. ferðalag þeirra á síðasta ári frá sjávardýragarði í Kína til Griðastaðarins í Vestmannaeyjum. Það verkefni að veita þeim nýtt líf hér í Griðastaðnum er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Litla Grá og Litla Hvít eru nú í lokaferli aðlögunar áður en þær flytja í sjókví í Klettsvík í júní, þar sem þeirra bíður nýtt líf undir berum himni í náttúrulegu umhverfi.

Árskortið veitir heils árs aðgang að fiskasafni og lundaathvarfi Gestastofunnar í Vestmannaeyjum þar sem gestir geta séð heimilisfasta íbúa og fræðst um þá.
Stærsta lundabyggð heims er í Vestmannaeyjum og á hverju ári villast margar lundapysjur inn í bæinn þegar þær fljúga úr holunum sínum og ætlunin er að fara út á sjó. Þeim er þá bjargað af götum bæjarins og komið með þær í vigtun og mælingu í Pysjueftirlitið. Þeim sem eru í lagi er sleppt út á sjó en á hverju ári þurfa alltaf nokkrar pysjur frekari aðhlynningu áður en þær fara út á sjó og Pysjueftirlitið hefur sinnt því verkefni síðan 2003.

Audrey Padgett, Framkvæmdastjóri SEA LIFE Trust Griðastaðar Mjaldra, segir: „Við vitum að þetta ár er óvenjulegt og við erum þakklát fyrir stuðning allra Íslendinga. Margir koma til með að breyta ferðaáætlunum sínum þetta árið og ferðast innanlands og við erum stolt af því að vera hér í Vestmannaeyjum sem eru með fallegri áningarstöðum landsins. Okkur er því ánægja að kynna að íbúar á fastalandinu geta nú líka heimsótt okkur mörgum sinnum á ári á afsláttarverði auk þess að styðja við góðgerðarstarf okkar. Þetta er tækifæri til að koma og heimsækja þennan fyrsta griðastað fyrir mjaldra í heiminum, á þessu ári sem við flytjum þær Litlu Grá og Litlu Hvít í Klettsvíkina á þeirra framtíðarheimili úti undir beru lofti og kynnast því góða starfi sem starfsfólk okkar á Griðastaðnum og í Lundaathvarfinu vinnur“

Þegar Litla Grá og Litla Hvít verða fluttar út í Klettsvík gefst árskortshöfum á afsláttarverði tækifæri til að sjá þær úr tiltekinni fjarlægð. Það verða reglulegar bátsferðir út að Klettsvíkinni sem hefjast þegar Litla Grá og Litla Hvít hafa aðlagast sínum breyttu aðstæðum.

SEA LIFE TRUST er góðgerðarfélag og er SEA LIFE TRUST Griðastaður mjaldra er rekinn án ágóða og allur aðgangseyrir er nýttur til að reka starfsemina og bæta aðstöðu þeirra dýra sem búa hjá okkur.
12 mánaða Íslenskt árskort kostar 5.000,- kr. fyrir fullorðna og 3.000,- kr. fyrir börn 6 – 13 ára.

Árspassar fyrir Vestmannaeyjinga verða einnig áfram í sölu.
Gestastofan, fiskasafnið og lundaathvarfið hefur nú verið opnað á ný eftir lokun í samkomubanni. Við höfum tekið fagnandi á móti gestum síðustu tvær helgar, þeirra á meðal forsetahjónum Íslands sem heimsóttu okkur þann 9.maí síðastliðinn.
Fyrir frekari upplýsingar um SEA LIFE TRUST Griðastað mjaldra og fyrir framlög til reksturs griðastaðarins, heimsækið vefsíðu okkar www.sealifetrust.org