Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Þetta kemur fram á facebooksíðu ÍBV en þar segir “Petar kom til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti fínasta tímabil. Hann varði á köflum meistaralega í markinu og átti m.a. stóran þátt í sigri liðsins í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Petar er mjög ánægður með umhverfið og fólkið í Vestmannaeyjum og vildi því taka slaginn með okkur aftur á næsta tímabili.”