Til stóð að mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít færu út til nýrra heimkynna sinna í Klettsvík næstkomandi föstudag. Því hefur nú verið slegið á frest í nokkrar vikur vegna þess að dýralæknar Sea Life hafa greint bakteríu sýkingu í maga dýranna. Frá þessu er greint á facebook síðu Sea Life Trust. Um væga sýkingu er að ræða sem hægt er að meðhöndla og ættu hvalirnir að vera tilbúnir undir flutning innan nokkurra vikna.
Fram kemur í tilkynningunni að þetta séu mikil vonbrigði fyrir þá sem að flutningnum koma en velferð og heilsa dýranna verði alltaf í fyrsta sæti í ferlinu öllu.