Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 11. júní síðastliðinn bar Njáll Ragnarsson oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs upp tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa úr sjö í níu. Samkvæmt heimild sveitarstjórnarlaga hafa sveitarfélög með íbúafjölda á bilinu 2.000 – 9.999 sveigjanleika til að hafa fjölda bæjarfulltrúa á bilinu 7-11 en árið 1994 var bæjarfulltrúum fækkað úr níu í sjö. Þar sem fjölgun bæjarfulltrúa er hluti af bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins krefst málið umræðu tveggja funda og þarf því að staðfesta ákvörðunina á fundi bæjarstjórnar þann 9. júlí næstkomandi. Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum um áætlaðan kostnaður við einn bæjarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili fyrir Vestmannaeyjabæ. Í svari

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In