Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi.

Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir verði á siglingum Herjólfs, sem er lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð treystir stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs ohf til þess að tryggja að samgöngur haldist milli lands og Eyja með eðlilegum hætti. Mikilvægt er að upplýsingaflæði til almennings um stöðu mála sé gott.”