Nú í morgun voru mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá loks fluttar til framtíðarheimkynna sinna í Klettsvík. Flutningurinn hefur tafist hvívetna ýmist sökum veðurs eða heilsufars mjaldranna. Í morgun var hins vegar allt til reiðu og gekk flutningurinn vel.

Mjaldrarnir voru fluttir, annar í einu, á vörubíl frá umönnunarlauginni í Fiskiðjunni í Lóðsinn sem svo ferjaði þá út í Klettsvík. Fjölmargir komu að flutningunum.

Nánar verður fjallað um flutning mjaldranna í blaði Eyjafrétta í næstu viku.