Vestmannaeyjahlaupið fer fram í tíunda skiptið þann 5. september næstkomandi. Boðið verður upp á tvær vegalengdir að þessu sinni, fimm og tíu kílómetra en skráning fer fram á hlaup.is.

Þeir eru þónokkrir sem hafa tekið þátt í öllum hlaupunum frá upphafi en frægastur þeirra er líklega langhlauparinn og ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn á brautarmetið bæði í 10 og 21 kílómetra hlaupinu. Árið 2012 hljóp Kári 21 km á einum klukkutíma, tólf mínútum og þrjátíu og þremur sekúndum og árið eftir setti hann met þegar hann hljóp 10 km leiðina á þrjátíu og þremur mínútum og fjörutíu og tveimur sekúndum. Kári Steinn ætlar ekki að bregða út af vananum og mætir galvaskur til leiks í tíunda sinn þann 5. september.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In