Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni þar kom fram í sameiginleg bókun allra bæjarflltrúa að bæjarstjórn telur afar mikilvægt að efla þjónustu HSU í Vestmannaeyjum. Efla þarf m.a. fjarheilbrigðisþjónustu og fjölga komum sérfræðinga til Vestmannaeyja, til að bæjarbúar þurfi ekki að fara í ferðalög til að leita sér grunnheilbrigðisþjónustu. Stöðvun á áætlunarflugi milli lands og Eyja kemur sér afar illa fyrir stofnunina og mun að öllum líkindum koma til með að auka kostnað vegna sjúkraflutninga.