Ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi tekur gildi á morgun 18. nóv. Hún felur ekki í sér miklar breytingar frá fyrri reglum, nema að skólaíþróttir verða aftur heimilar og grímuskylda hjá 5.-7. bekk fellur niður.

Hins vegar er enn nokkrum spurningum ósvarað og verður þess vegna skólahald með óbreyttum hætti á morgun miðvikudag. Segir í frétt á vef GRV

Foreldrum er samt sem áður bent á að:
– Nemendur í 8.-10. bekk þurfa áfram að mæta með grímur í skólann.
– Nemendur í 5.-7. bekk þurfa ekki að mæta með grímur í skólann.
– Nemendur í 1.-4. bekk fara í íþróttir í íþróttahúsinu á morgun og þurfa þess vegna að taka með sér íþrótta/sunddót. 

Breytingar á skólahaldi í 5.-10. bekk eru væntanlegar fimmtudaginn 19. nóv. og upplýsingar varðandi það verða gefnar út á morgun.