Dranga­vík VE-80, ísfisk­tog­ari Vinnslu­stöðvar­inn­ar, varð vél­ar­vana á mánu­dag­inn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar.

Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sig­ur­geiri Brynj­ari Krist­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra VSV: „Það varð tjón á vél­inni. Þannig að þetta er senni­lega tals­vert mikið tjón. Véin hef­ur skemmst tals­vert, það ligg­ur al­veg fyr­ir. Þetta eru alltaf ein­hverj­ar vik­ur í viðgerð.“

Rífa þarf vél bátsins í sundur til þess að greina bilunina og umfang þess tjóns sem orðið hefur. „Auðvitað er það alltaf hel­vít­is tjón þegar vél bil­ar og ef það er í vond­um aðstæðum þá er það hræðilegt. Það fór allt vel, engin hætta hjá áhöfninni og enginn slysahætta en þetta er helvítis rassgat,“ bætti Sigurgeir við.

200 Mílur Mbl.is greindu frá.