Íslandsmót eldri kylfinga 2021 hófst í dag í Vestmannaeyjum en mótinu lýkur á laugardag. Mikill áhugi er á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Samkvæmt reglugerð Íslandsmóts eldri kylfinga er hámarksfjöldi keppenda 150, þar af 108 í flokkum 50 ára og eldri (54 karlar og 54 konur) og 42 í flokkum 65 ára og eldri (21 karl og 21 kona).

Nánari fréttir og myndir frá mótinu má finna á golf.is