Nú styttist í stóra daginn hjá okkur. Ég er í 4 sætinu hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi.

Ég bið um ykkar stuðning á laugardaginn og ætla að berjast fyrir góðum málum sem koma til kastanna hjá okkur hér í Eyjum .  Heilbrigðismál , samgöngumál  betri lífskjör og jöfnun búsetu fara þar fremst í flokki. Loforð margra flokka hafa farið vel yfir strikið síðustu daga og spennan að byrja að magnast.

Við sjáum það að á síðustu dögum hefur komið skjálfti í marga og loforðin hrannast upp. Ég ætla ekki að gerast stórtækur í þeim málum en ég ætla að gera mitt allra besta Eyjamönnum í hag.

Nái Miðflokkurinn tveimur mönnum inn er ég inni sem varaþingmaður og með betra vægi í að láta til mín taka og ef við komum Ernu Bjarnadóttur sem skipar 2.sætið á listanum inn en Erna hefur barist ötullega fyrir heilsuvernd kvenna og ein af stofnendum hópsins Aðför að heilsu kvenna.

Eyjamaður góður ég bið um þinn stuðning settu X við M.

Kosningakaffi verður á Strandvegi 51. (við hliðina á Tölvun) frá klukkan 14.00-18.00 á laugardag.

Vanti þig keyrslu á kjörstað vinsamlegast hringið í síma 6112226 eða 8404448.

Með bestu kveðju til ykkar. Guðni Hjöll.