Tekið var fyrir erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja á fundi framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór á þriðjudag. Þar sem farið er fram á styrk vegna kaupa á björgunarskipi. Ráðið samþykkti að styrkja Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á nýju björgunarskipi og felur framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir styrk í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Stefnt er að afhendingu skipsins á goslokum 2022. Um er að ræða fyrsta skip af þremur sem fóru í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Íslenska ríkið fjármagnar helminginn af kaupverõinu og Björgunarfélag Vestmannaeyja ásamt Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu skiptum á okkur hinum helmingnum.

Það er Finnski skipa framleiðandinn Kewatec sem sér um smíði fyrstu þriggja skipanna og mun kjölur þess verða lagður fyrstu vikuna í Nóvember en markmiðið er að endurnýja öll 13 skip Slysavarnafélags Landsbjargar á næstu árum.

Skipið er búið öllum fullkomnustu siglingartækjum og búnaði sem völ er á. Mesti ganghraði er um 38 mílur og ristir hann 0,8 metra, skráð lengd er 14,9 m en heildarlengd um 17 metrar. Til samanburðar er Þór i dag 14,9 m að heildarlengd. Nýji báturinn er meo tvö jet og hliðarskrúfu sem tryggir honum afburðar stjórnhæfni. Hann er búinn krana til að ná fólki úr sjó ásamt því að vera með öfluga slökkvidælu og brunastút.

Með tilkomu þessa nýja Björgunarskips styrkist björgunarnet Eyjanna til muna þar sem fólksflutningar sjóleiðina og komur skemmtiferðaskipa á svæðið hefur aukist til muna síðustu ár.

Báturinn hentar vel til sjúkraflutninga, bæði til að sækja veika einstaklinga úr úteyjum sem og í önnur skip. Hann mun einnig styrkja gríðarlega sjúkraflutninga milli lands og eyja sem hafa margfaldast síðustu ár þar sem vel fer um tvo liggjandi sjúklinga um borð.

Nýtt Björgunarskip – Bæjarráð Vestmannaeyja.pdf