Bæjarráð ræddi tilkynningu Íslandspósts á fundi sínum í vikunni um verðhækkanir á pökkum innanlands og fjölpósti. Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með breytingar á lögum sem hafa leitt af sér verðhækkanir á póstsendingum Íslandspósts á landsbyggðina. Um er að ræða ígildi landsbyggðaskatts sem mismunar notendum þjónustunnar eftir búsetu. Bæjarráð skorar á Alþingi og ríkisstjórn að búa svo um póstþjónustu að allir landsmenn sitji við sama borð.

Gjaldskrá Póstsins.pdf