Talningu er lokið í Vestmannaeyjum á kjörskrá voru 3.283 en kjörsókn var 80,9% en alls skiluðu 2.657 kjósendur sér á kjörstað. Litlar breytingar urðu á fylginu frá fyrstu tölum og síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018.

D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 1.151 atkvæði, 44,1% og fjóra fulltrúa. Eyjalistinn fékk 526 atkvæði eða 20,2% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 931 atkvæði, eða 35,7%. Meirihlutinn heldur samkvæmt þessu, 31 seðlar voru auðir og 18 ógildir.

Nýja bæjarstjórn skipa:

  1. Eyþór Harðarson – D
  2. Páll Magnússon – H
  3. Hildur Sólveig Sigurðardóttir – D
  4. Njáll Ragnarson – E
  5. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir – H
  6. Gísli Stefánsson – D
  7. Íris Róbertsdóttir – H
  8. Margrét Rós Ingólfsdóttir – D
  9. Helga Jóhanna Harðardóttir – E