Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli.

Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi – og því munum við sinna af alvöru, alúð og kostgæfni.

Niðurstöður kosninganna sýna líka að meirihluti bæjarbúa treystir þeim bæjarstjórnarmeirhluta sem haldið hefur um stýrið undanfarin fjögur ár. Það er því eðlilegt að látið verði reyna á hvort ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi við Eyjalistann. Þær samræður hefjast strax á morgun.

Takk aftur fyrir traustið Eyjamenn!

Fyrir hönd H-listans, Fyrir Heimaey,
Páll Magnússon, oddviti.