Á miðvikudaginn verða norsk-íslenskir harmóníkutónleikar í Landakirkju.

Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo mikilla vinsælda á þeirra heimasvæðum á 20. öld. Einnig mun Storm Duo leika sígílda tónlist á harmóníku eftir Grieg og Bach og þannig sýna hversu alhliða hljóðfæri harmóníkan er.

Tónleikarnir hefjast kl 20, kostar 3500,- inn og frítt fyrir 18 ára og yngri.