Loksins hófst makrílvertíðin fyrir alvöru, en hún hefur farið mjög rólega af stað. Núna er unnið á sólarhingsvöktum og eru um 45 manns sem þarf til að halda vinnslunni gangandi.

Það er langt að sækja makrílinn, en Vinnslustöðin er nú með fjögur skip á veiðum, þau eru: Gullberg, Huginn, Ísleifur og Kap. Gullberg kom nýverið inn og landaði. Nauðsynlegt þykir að hafa þetta mörg skip þegar svo langt er að sækja afurðina. Þá eru alltaf skip á veiðum meðan önnur landa eða eru á landleið.

Reiknað er með að makrílvertíðin nái fram í september.

Makrílllinn er svo seldur út um allan heim, markaðir í Asíu eru mikilvægir, en einnig er selt á aðra markaði, svo sem  í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum.

Myndina tók Addi í London þegar Gullberg kom með sinn fyrsta farm fyrir Vinnslustöðina.