Nú stendur yfir leikur ÍBV og Breiðabliks í Kópavogi, töluverður styrkleikamunur er á liðunum og tölfræðilega séð er líklegra að Blikar fari með sigur af hólmi, hins vegar getur allt gerst í boltanum og ÍBV liðið á mikið undir.

ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildarinnar og ljóst er að liðið mun spila í neðri hluta deildarinnar eftir skiptingu. Þessi leikur hefur mikið að segja upp á það hversu marga úti- á móti heimaleikjum liðið fær eftir skiptingu.

Fréttin verður uppfærð.

Leik er lokið og niðurstaðan er þrjú – núll tap hjá okkar mönnum. Mörk Blika skoruðu: Jason Daði með tvö og Dagur Dan með eitt mark.

FH tapaði einnig gegn Stjörnunni í dag, en sú niðurstaða vinnur með okkur, og stefnir allt í þrjá heimaleiki hjá ÍBV í botnbaráttunni við skiptingu deildarinnar. Alltaf betra að fá heimaleik heldur en útileik.

Myndir: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net

Þjálfarinn, Hemmi Hreiðars, hefur alltaf haft trú á liðinu.