Klukkan 17.00 í dag verður kynningarfundur í Akóges sem Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) efnir til í samstarfi við Vestmannaeyjabæ, Á fundinum verða kynnt  uppbyggingaráform ILFS á landeldi á laxi (matfiskaeldi) í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Eru allir velkomnir.

Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögn um framkvæmdir. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. nóvember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið [email protected].

Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, tillaga að deiliskipulagi og umhverfismat áætlana.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður svæði í Viðlagafjöru skilgreint sem iðnaðarsvæði (I3) sem fellur að mestu innnan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

 

Tölvumynd sem sýnir hvernig stöðin í Viðlagavík gæti litið út en hönnun er ekki lokið.