Að gefnu tilefni vilja hinir einu sönnu Massar benda Eyjamönnum á að varast allar eftirlíkingar. Massarnir er æfingahópur gullfallegra Eyjapeyja sem æfa saman í líkamsræktarstöðinni Hressó. Í hálfsíðu auglýsingu í vikublaðinu Fréttum kemur fram annar hópur, líklega ungir og óreyndir drengir af mölinni, sem gefa sig út fyrir að vera MassaFlokkurinn. Þessu ber alls ekki að rugla saman við hina íðilfögru og stæltu Massa, hina einu sönnu.