Herjólfur mun í dag eingöngu sigla til og frá Þorlákshöfn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Í tilkynningunni segir að það sé gert vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn en siglt var frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og frá Þorlákshöfn verður farið 11:15. Þá verður siglt síðdegis frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19.