Nú fyrir stundu var tilkynnt hvaða stúlka væri Sumarstúlkan 2012. Tólf glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppninni í ár en að lokum var Ásta Lilja Gunnarsdóttir valin Sumarstúlkan en Ásta Lilja er vel að sigrinum komin. Keppnin var öll hin glæsilegasta og sjaldan sem keppendur hafa fengið jafn glæsileg verðlaun fyrir að taka þátt.