Fólk hvatt til að ganga frá lausamunum

Lögreglan vakti athygli á því á facebook síðu sinni í dag að spáð er miklu hvassviðri á morgun 3. júní, með vindhviðum sem gætu farið yfir 25 metra á sekúndu þegar verst lætur. Hún biðlar til fólks að ganga frá lausamunum sem gætu farið af stað í rokinu. (meira…)

Konur sjómanna: Þórdís Gyða Magnúsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Þórdís Gyða Magnúsdóttir Aldur? 37 ára. Fjölskylda? Baldvin Þór, […]

Konur sjómanna: Thelma Hrund Kristjánsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Thelma Hrund Kristjánsdóttir Aldur? 38 ára. Fjölskylda? Gift Daða […]

Konur sjómanna: Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Andrea Guðjóns Jónasdóttir Aldur? Ég er 34 ára. Fjölskylda? […]

Skapandi samstarfsverkefni: Bekkur úr notuðum gallabuxum

Óvenjulegt og skemmtilegt samstarf varð til á dögunum milli þeirra Jóhönnu Jóhannsdóttur, Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur og Kubuneh verslunar. Jóhanna Jóhannsdóttir sem er að byggja bústað hér í Eyjum ásamt eiginmanni sínum, Gísla Hjartarsyni fékk þá skemmtilegu hugmynd að klæða bekkinn í eldhúsinu hjá sér með gallabuxum og langaði að gera það á vistvænan máta. Hún […]

Rafal myndar Vestmannaeyjar á einstakan hátt

Rafal Matuszczyk eða ,,Raff” eins og hann er kallaður flutti til Íslands árið 2016 frá Póllandi. Hann ákvað á sínum tíma að fylgja konu sinni Celenu Matuszczyk yfir til Íslands og hefja nýjan kafla hér á landi. Raff fékk vinnu hjá Steina og Olla og var þar með fyrsti útlendingurinn til að starfa hjá fyrirtækinu. Rafal og Celena hafa búið hér í Eyjum síðan […]

Sumarlesturinn hafinn á Bókasafni Vestmannaeyja

Sumarlestur bókasafnsins hófst formlega síðastliðinn laugardag með heimsókn Gunnars Helgasonar rithöfunds. Gunnar mætti og spjallaði við börn og fullorðna um starf sitt sem rithöfundur, ásamt því að kynna nýjustu bók sína sem er ekki enn komin með titil. Tilgangur sumarlestursins er fyrst og fremst að hvetja börn til að halda áfram að lesa yfir sumarmánuðina, […]

Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars […]

Ísfólkið hélt árshátíð í Gdansk

Starfsmannafélag Ísfélagsins, eða Ísfólkið eins og þau kalla sig, lögðu land undir fót á dögunum og héldu upp á árshátíð félagsins í Gdansk í Póllandi. Ferðin fór fram dagana 15.–18. maí og var árshátíðin sjálf haldin á laugardeginum, 17. maí. Vel var mætt, en alls voru 109 manns með mökum. Veislustjóri hátíðarinnar var enginn annar […]

Útisvæði sundlaugarinnar opnar á morgun

Útisvæði sundlaugarinnar mun opna á morgun, fimmtudaginn 23. maí, eftir lokun síðustu vikna vegna framkvæmda. Þó er ekki allt klárt, en viðgerðir eru langt komnar. Eitthvað er í að trampólín rennibautin muni opna, en unnið er að viðgerð á dúknum og vonast er til að rennibrautin verði tekin í notkun á næstu vikum. Þetta kom […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.