Minnig þeirra sem fórust í sjóslysinu við Eiðið heiðruð

Minningarathöfn um sjóslysið sem gerðist við fjöruborðið norðan við Eiðið þann 16. desember árið 1924 var haldin í Sagnheimum og á Eiðinu í gær. Helgi Bernódusson flutti áhrifaríkt erindi um slysið og þá átta menn sem fórust. Jafnframt voru sýndar myndir af uppsetningu minningarsteins sem reistur var nærri þeim stað þar sem báturinn var sjósettur. […]

Jólahúsið 2024 valið

Jólahúsið fyrir árið 2024 í var valið í gær þann 16. desember, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem sér um að útnefna húsið. Formaður Lionsklúbbsins, Sævar Þórsson afhenti viðurkenningu ásamt verðlaunum til eiganda, en húsið er í eigu hjónanna Hjördísar Ingu Arnarsdóttur og Ingimars Heiðars Georgssonar. Fengu þau í gjöf […]

Sjötti bekkur sýndi helgileik í kirkjunni

Nemendur 6. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja fluttu skemmtilega og fallega sýningu á helgileiknum fyrir fullum sal í Landakirkjunni. Hefð hefur skapast fyrir því að Helgileikurinn sé sýndur af grunnskólanemendum á þessum tíma árs. Hver nemandi átti sinn hlut í leiksýningunni og stóðu þau sig öll með prýði. Jarl Sigurgeirsson söng og spilaði og Séra Guðmundur stýrði […]

Ljóðskáldið Þórhallur Barðason með nýja bók

Þórhallur Helgi Barðason fluttist til Vestmannaeyja árið 2015 og hefur allt frá þeim tíma verið áberandi í menningar- og listalífi Eyjanna. Flestir munu kannast við hann sem öflugan söngkennara við Tónlistarskólann eða minnast þess er hann stjórnaði Karlakór Vestmannaeyja árum saman við góðan orðstír. En Þórhallur er einnig ljóðskáld og nýlega kom út fimmta ljóðabók […]

Sara Sjöfn í Póley

Nú þegar jólin eru á næsta leyti er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Partur af jólagleiðinni er að búa til notalega stemningu heima fyrir og velja góðar gjafir fyrir fólkið sitt. Íbúar í Eyjum þurfa ekki að leita langt yfir skammt til að finna réttu gjafirnar og skapa alvöru hátíðarstemningu, […]

Jólastemning er í Pennanum hjá Erlu

Það er fátt betra í aðventunni en að setjast niður með einn góðan bolla, kíkja í tímarit og skoða jólavörur, en það er svo sannarlega hægt að gera í Pennanum Eymundsson. Penninn bíður upp á fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum, skemmtilega gjafavöru og notalega stemningu sem fangar anda jólanna. Þar má einnig finna eitthvað fyrir alla […]

Glæsileg tískusýning á kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka bauð gestum og gangandi upp á skemmtilega kvöldopnun í gær. Boðið var upp á afslætti, léttar veitingar frá GOTT, happadrætti, ásamt glæsilegri tískusýningu. Í versluninni ríkti góð og hátíðleg stemning þar sem sýndar voru nýjustu tískuvörurnar fyrir jól og áramót, og ásamt hugmyndum að spariklæðnaði. Í Sölku má finna bæði fallega og stílhreina […]

Kveikjum neistann fékk sérstaka viðurkenningu

Ari Eldjárn, uppistandari með meiru hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.  Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin og við þeim tóku fyrir hönd GRV og Vestmannaeyjabæjar, Anna […]

Leikhúsið og hljómsveitarlífið – Aðalbjörg Andrea

Aðalbjörg Andrea Brynjarsdóttir tekur virkan þátt í menningar- og félagslífinu í Vestmannaeyjum. Aðalbjörg spilar með hljómsveitinni Þögn, en Þögn lenti í 3. sæti á Allra Veðra Von í byrjun október. Hún er einnig meðlimur í Leikfélagi Vestmannaeyja og fer með stórt hlutverk í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi sem var frumsýnt í enda október síðastliðnum. Við […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum

Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. Þetta kemur fram á heimasíðu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.