Glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni

Í dag og á morgun, sunnudag, fer fram glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni. Opið er báða dagana frá kl. 13-17. Á markaðnum kynna yfir 20 aðilar fjölbreytt úrval handverks, listmuna og annanra vara. Á efri palli Hallarinnar er notalegt kaffihús þar sem gestir geta notið veitinga. Eyjafréttir kíktu við í dag og skoðuðu úrvalið. […]

Litasýningin að vera og gera – myndir

Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal […]

Eygló Egils um Metabolic og ástríðuna fyrir þjálfun

Eygló Egilsdóttir þjálfari og jógakennari rekur Metabolic í Vestmannaeyjum, en Eygló tók við Metabolic fyrr á þessu ári og þjálfar nú þar ásamt þeim Dóru Sif Egilsdóttur og Aniku Heru Hannesdóttur. Áður en Eygló tók við hér í Eyjum hafði hún ekki einungis starfað við, heldur helgað líf sitt opnun og uppbyggingu á æfingastöðinni Metabolic […]

Fimleikafélagið Rán hafnaði í 2. sæti

Fimleikafélagið Rán hefur haft í nógu að snúast undanfarið, um síðustu helgi kepptu 1. og 3. flokkur félagsins á Haustmóti stökkfimi og náði þar glæsilegum árangri, en stelpurnar í 3. flokki höfnuðu í 2. sæti á mótinu. Við ræddum við Sigurbjörgu Jónu Vilhjálmsdóttur, þjálfara félagsins, sem sagði okkur frá því sem framundan er hjá Rán. […]

Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum  þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]

Herjólfur, fullt tungl og ólgandi sjór

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði kraft og fegurð Vestmannaeyja í óveðrinu sem gekk yfir. Í þetta sinn tók hann magnaðar myndir af Herjólfi á siglingu þar sem fullt tungl lýsti upp himininn yfir ólgandi sjónum. Myndirnar minna okkur á hversu stórbrotin náttúran er og hvað við sem búum í Eyjum, stöndum nærri henni. (meira…)

Friðarhöfn – spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum

Ljósmyndari: Juliette Rowland Það hefur ekki farið fram hjá Eyjamönnum síðastliðnar vikur að hópur tökufólks hefur verið hér í Eyjum. Um eru að ræða kvikmyndafyrirtækið Glassriver, en þau hafa verið í tökum vegna þáttaseríru sem kallast Friðarhöfn og kemur út á næsta ári. Glassriver var stofnað árið 2016 með því markmiði að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni. Síðan þá […]

Birgitta Karen kennir kransagerð fyrir jólin

Birgitta Karen Guðjónsdóttir, deildarstjóri Blómavals hefur starfað sem blómaskreytir í 29 ár. Áhugann segir hún hafi kviknað þegar hún var 14 ára gömul, en þá sótti hún um starf á Garðyrkjustöð sem var einnig blóma- og gjafavöruverslun og hét Garðshorn. ,,Þarna byrjaði þetta allt saman” segir Birgitta, þarna byrjaði hún á því að selja sumarblóm, […]

Mýflug Air hefur opnað fyrir bókanir

Flugfélagið Mýflug Air tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmanneyja hefjist þann 1. desember. Fram kemur að flogið verði fjórum sinnum í viku: Í hádeginu á föstudögum, seinnipart sunnudags og svo kvölds og morgna á fimmtudögum. Búið er að opna fyrir bókanir fyrir desembermánuð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu […]

Bókakynning um heilsu og blóðsykurstjórnun

Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð verður með fyrirlestur og bókakynningu í Pennanum Eymundssyni upp úr bók sinni Þú Ræður. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16. Beta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en er í dag búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún er næringarfræðingur og næringarþerapisti að mennt og ætlar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.