Grétar Þór byrjaði 15 ára á sjó

„Ég hef alltaf heillast af sjónum og sjómennsku. Alveg frá því ég var gutti. Afi Hörður var mikið til sjós og mig hefur alltaf dreymt um að starfa á sjó. Líkar vel. Þetta er akkorðsvinna og heillar meira en að mæta í vinnu klukkan átta og hætta klukkan fjögur,“ segir Grétar Eyþórsson háseti á Sigurði […]

Tónlistakonan Eló situr fyrir svörum

Elísabet Guðnadóttir eða Eló eins og hún er kölluð var á dögunum valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025. Elísabet er fædd og uppalin hér í Eyjum og er komin úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún byrjaði snemma í tónlistarskóla og fór í framhaldinu í frekara nám. Hún stundaði meðal annars nám í tónlistarskóla í Sydney í Ástralíu og þar […]

Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu. ,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja […]

Vorsýning fimleikafélagsins

Fimleikafélagið Rán heldur sína árlegu vorsýningu á morgun, fimmtudaginn 5. júní klukkan 17:00. Að sögn Nönnu Berglindi yfirþjálfara fimleikafélagsins verður þema sýningarinnar að þessu sinni „Mamma Mia“ og  munu nemendur frá 1. bekk og upp úr sýna afrakstur vetrarins. Búast má við flottri sýningu eins og undanfarin ár og eru bæjarbúar hvattir til að mæta […]

Fólk hvatt til að ganga frá lausamunum

Lögreglan vakti athygli á því á facebook síðu sinni í dag að spáð er miklu hvassviðri á morgun 3. júní, með vindhviðum sem gætu farið yfir 25 metra á sekúndu þegar verst lætur. Hún biðlar til fólks að ganga frá lausamunum sem gætu farið af stað í rokinu. (meira…)

Konur sjómanna: Þórdís Gyða Magnúsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Þórdís Gyða Magnúsdóttir Aldur? 37 ára. Fjölskylda? Baldvin Þór, […]

Konur sjómanna: Thelma Hrund Kristjánsdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Thelma Hrund Kristjánsdóttir Aldur? 38 ára. Fjölskylda? Gift Daða […]

Konur sjómanna: Andrea Guðjóns Jónasdóttir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið. Nafn: Andrea Guðjóns Jónasdóttir Aldur? Ég er 34 ára. Fjölskylda? […]

Skapandi samstarfsverkefni: Bekkur úr notuðum gallabuxum

Óvenjulegt og skemmtilegt samstarf varð til á dögunum milli þeirra Jóhönnu Jóhannsdóttur, Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur og Kubuneh verslunar. Jóhanna Jóhannsdóttir sem er að byggja bústað hér í Eyjum ásamt eiginmanni sínum, Gísla Hjartarsyni fékk þá skemmtilegu hugmynd að klæða bekkinn í eldhúsinu hjá sér með gallabuxum og langaði að gera það á vistvænan máta. Hún […]

Rafal myndar Vestmannaeyjar á einstakan hátt

Rafal Matuszczyk eða ,,Raff” eins og hann er kallaður flutti til Íslands árið 2016 frá Póllandi. Hann ákvað á sínum tíma að fylgja konu sinni Celenu Matuszczyk yfir til Íslands og hefja nýjan kafla hér á landi. Raff fékk vinnu hjá Steina og Olla og var þar með fyrsti útlendingurinn til að starfa hjá fyrirtækinu. Rafal og Celena hafa búið hér í Eyjum síðan […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.