Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum. Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir […]

Hrekkjavökuföndur á bókasafninu

Bókasafnið stendur fyrir hrekkjavökuföndri þann 19. október, á milli kl. 12-15. Öllum er boðið að koma og föndra hrekkjavökuskreytingar til að taka með sér heim. Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Bókasafnið komið í ansi skemmtilegan hrekkjavökubúning. (meira…)

Veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni 

Þær Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vinna sem hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Arna og Ragnheiður halda saman úti Instagram reikningnum ,,Hjúkkur á eyju“, þar sem þær leyfa fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin og veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga.  Arna og Ragnheiður hafa báðar starfað sem hjúkrunarfræðingar frá árinu […]

Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi

Eyjamaðurinn Elm­ar Erl­ings­son samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfé­lagið Nor­d­horn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum.  […]

Saumanámskeið í Visku

Viska stendur fyrir saumanámskeiði í Hvíta húsinu dagana 23.-25. október. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna og munu nemendur meðal annars læra hvernig á að taka upp snið, grunnatriði við breytingar og svo framvegis. Þátttakendur munu svo sauma sér flík að eigin vali. Kennari námskeiðsins er klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir. ,,Ég […]

Bleikur dagur í GRV

Bleiki dagurinn verður haldinn í Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni, miðvikudaginn 16. október. Bleiki dagurinn er formlega þann 23. október, en sökum vetarfrís skólans hefur verið ákveðið að halda upp á daginn viku fyrr í skólanum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að klæðast bleiku eða með eitthvað bleikt, til að styðja við þær konur sem […]

Konunglegt teboð í safnahúsi

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á sögu og skonsur í Pálsstofu í Safnahúsi, á milli klukkan 13-14:30. Albert ,,Eldar” Eiríksson mun flytja fyrirlestur um bresku konungsfjölskylduna og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti og gangandi.  Boðið verður upp á te og gúrkusamlokur frá Einsa Kalda. Aðgangur er ókeypis og eru þátttakendur hvattir til að […]

Hrekkjavakan 2024

Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 19-21. Þá býðst börnum að ganga í hús í búningum í þeirri von að fá góðgæti í staðinn. Mikil stemming hefur myndast undanfarin ár í kringum þessa skemmtilegu hefð og hafa íbúar verið duglegir að skreyta hjá sér í draugalegum stíl. Vonandi verður engin undantekning þar […]

Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.