Sara Sjöfn í Póley

Nú þegar jólin eru á næsta leyti er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Partur af jólagleiðinni er að búa til notalega stemningu heima fyrir og velja góðar gjafir fyrir fólkið sitt. Íbúar í Eyjum þurfa ekki að leita langt yfir skammt til að finna réttu gjafirnar og skapa alvöru hátíðarstemningu, […]
Jólastemning er í Pennanum hjá Erlu

Það er fátt betra í aðventunni en að setjast niður með einn góðan bolla, kíkja í tímarit og skoða jólavörur, en það er svo sannarlega hægt að gera í Pennanum Eymundsson. Penninn bíður upp á fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum, skemmtilega gjafavöru og notalega stemningu sem fangar anda jólanna. Þar má einnig finna eitthvað fyrir alla […]
Glæsileg tískusýning á kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka bauð gestum og gangandi upp á skemmtilega kvöldopnun í gær. Boðið var upp á afslætti, léttar veitingar frá GOTT, happadrætti, ásamt glæsilegri tískusýningu. Í versluninni ríkti góð og hátíðleg stemning þar sem sýndar voru nýjustu tískuvörurnar fyrir jól og áramót, og ásamt hugmyndum að spariklæðnaði. Í Sölku má finna bæði fallega og stílhreina […]
Kveikjum neistann fékk sérstaka viðurkenningu

Ari Eldjárn, uppistandari með meiru hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin og við þeim tóku fyrir hönd GRV og Vestmannaeyjabæjar, Anna […]
Leikhúsið og hljómsveitarlífið – Aðalbjörg Andrea

Aðalbjörg Andrea Brynjarsdóttir tekur virkan þátt í menningar- og félagslífinu í Vestmannaeyjum. Aðalbjörg spilar með hljómsveitinni Þögn, en Þögn lenti í 3. sæti á Allra Veðra Von í byrjun október. Hún er einnig meðlimur í Leikfélagi Vestmannaeyja og fer með stórt hlutverk í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi sem var frumsýnt í enda október síðastliðnum. Við […]
Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum

Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottunin er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. Þetta kemur fram á heimasíðu […]
Hin árlega jólasýning fimleikafélagsins

Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Rán fór fram í gær fyrir fullum sal í íþróttahúsinu. Sex hópar á aldrinum 6-15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu fjölbreytt og skemmtileg atriði. Leikarar úr Dýrunum úr Hálsaskógi sáu um að kynna sýninguna og svo voru foreldrar nokkurra nemenda kallaðir á svið til að keppa í boðhlaupi á […]
Vel heppnaðir jólatónleikar í Höllinni

Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, […]
Glaicer Guys flytja jólalag – gefa til góðgerðamála

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa unnið ótrúlegt afrek með því að safna rúmlega 1.250.000 krónum til styrktar góðgerðarmálefnum. Þessir kraftmiklu strákar halda áfram að gleðja eyjafólk með fallegum söng sínum og einstakri góðmennsku. Hér má sjá skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri, ásamt flutningi […]
Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“ Veisluþjónustan hefur einnig farið […]