Brjóstagjafabókin: Handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla

Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur gaf nýverið út ásamt kollegum sínum bókina, Brjóstagjafabókin sem er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla sem vilja styðja við konur í brjóstagjöf. Veitir m.a. annars leiðbeiningar um hvernig best sé að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf og praktísk ráð fyrir fyrstu dagana. Einnig er fjallað ítarlega […]

Kristín hjá Deloitte: 44 ára starfsreynsla

Kristín Gunnarsdóttir er Eyjamaðurinn að þessu sinni, en hún er starfsmaður hjá Deloitte þar sem hún hefur starfað í bráðum 44 ár. Kristín hefur margra ára reynslu hjá fyrirtækinu og er sannkölluð fyrirmynd í starfi, þar sem hún hefur ávallt sinnt starfi sínu að mikilli fagmennsku. Er við hæfi að hún sé Eyjamaðurinn í blaði […]

Erlingur nýr þjálfari meistaraflokks karla í handbolta

Erlingur Birgir Richardsson mun taka við þjálfun ÍBV meistaraflokks karla á næsta tímabili eftir að hafa gert tveggja ára samning , en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Með þessari ráðningu snýr Erlingur aftur í sitt gamla hlutverk innan félagsins, en hann hefur áður stýrt liðinu af miklum krafti og árangri. Hann tekur við […]

Myndir af veðrinu síðastliðna daga

Veðrið hér í Eyjum hefur leikið Eyjamenn grátt upp á síðkastið þar sem hvassviðri og mikill öldugangur hefur sett svip sinn á daglegt líf. Afleiðingarnar hafa meðal annars verið takmarkaðar siglingar milli lands og Eyja sem hafa sett strik í reikninginn hjá þeim sem hafa þurft að ferðast á milli. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta náði […]

Sjötti flokkur karla bikarmeistarar

Rétt í þessu tryggði 6. flokkur karla eldri sér bikarmeistaratitil eftir glæsilegan sigur á ÍR í afar jöfnum og spennandi leik. Strákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, en lokatölur leiksins urðu 11-8 ÍBV í vil. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir liðið og frábær viðurkenning á þeirri miklu vinnu og […]

,,Fataskápar” á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað. Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á […]

Opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir Þjóðhátíð

Opnað verður fyrir bókanir í Herjólf fyrir dagana í kringum Þjóðhátíðina kl 09:00 í dag, samkvæmt heimasíðu Herjólfs. Farþegar eru hvattir til að tryggja sér pláss með fyrirvara, bæði fyrir sig sjálfa og farartæki ef við á. Hægt er að kaupa miða bæði á heimasíðu Herjólfs og á dalurinn.is. Hér fyrir neðan má sjá siglingaráætlun […]

Dagur einstakra barna

Á morgun, 28. febrúar verður haldin glitrandi dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast glitrandi fatnaði eða bera glitrandi hlut. Dagurinn er helgaður sjaldgæfum sjúkdómum þar sem athygli er vakni á þeim og þeim áskorunum sem einstaklingar með slíka sjúkdóma og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var fyrst haldinn […]

Áframhaldandi breytingar í kvennaboltanum

Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó […]

Kristgeir Orri býður upp á golfkennslu

Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.