Makrílrannsóknir í norðurhöfum

Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum […]
Undirskriftir fyrir Ingó

Ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, Tryggvi Már Sæmundsson, hefur efnt til undirskriftasöfnunar vegna þeirrar ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Eins og fastagestum hátíðarinnar er kunnugt átti Ingó að stýra hinum vinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu að vanda. Einnig hafði komið fram í tilkynningu fyrir helgi að Ingó yrði hluti af dagskrá laugardagsins þar sem hann […]
“Nú er mál að linni!”

Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja og núverandi bæjarstjóri í Ölfusi, hefur ritað færslu á Facebook síðu sína undir yfirskriftinni “Nú er mál að linni!” “Það er hreinn og klár viðbjóður að hlusta á umræðu á opinberum vettvangi um Vestmanneyjar og Eyjamenn þessa daga. Ég upplifi fullyrðingar útvarpsmanna svo sem þessa: „Það er eins og þetta […]
ÍBV mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna

Kvennalið ÍBV mætir Fylki á Würth vellinum, í Árbænum Reykjavík, kl. 18:00 í kvöld. Um er að ræða 9. umferð deildarinnar og situr ÍBV 6. sæti með 9 stig. Kvennalið Fylkis situr í 8. sæti með sama stigafjölda en lægri markatölu. Valur er í fyrsta sæti með 17. stig. ÍBV töpuðu þremur síðustu leikjum sínum […]
Biður fólk um að sýna tillit

Hæ ég heiti Halldór Björn og er 10 ára. Ég er með genagalla sem veldur því að ég hef minni orku í fótunum en jafnaldrar mínir og nota því rafmagnshjólastól til að fara á milli staða. Eins og þið flest vitið eru nýlega komin Hopp-hjól til Eyja. Flestir eru mjög glaðir, en ekki ég og […]
Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)
Eyjamenn geta Eldað rétt

Þjónustan Eldum rétt hefur náð nokkrum vinsældum sökum þæginda fyrir upptekið fólk. Einnig eru pakkarnir fjölbreyttir og hráefni góð. Nú geta Eyjamenn einnig Eldað rétt en fyrirtækið býður nú heimsendingarþjónustu sína víðar um land og meðal annars í Eyjum. Þannig bætist enn í flóru þjónustu sem hægt er að nýta sér í Vestmannaeyjum. Þjónustan hefur […]
Slökkvistöðin rís

Nýja slökkvistöð Vestmannaeyja er að taka á sig glæsilega mynd. Stöðin mun standa við Heiðarveg 14 norðan eldra húsnæðis slökkviliðsins. Á 264. fundi framkvæmda og hafnarráðs Vestmannaeyja, þann 22. júní s.l., var kynnt framvinduskýrsla Friðriks Páls Arnfinnssonar slökkviliðsstjóra. Fram kemur að búið sé að leggja raf- og pípulagnir, milliloft að miklu komin upp, starfsmannarými afmörkuð […]
Búhamar byggist

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja, sem haldinn var þann 28. júní s.l., var síðustu lausu lóðunum í Búhamri úthlutað. Teknar voru fyrir fjórar umsóknir um lausar lóðir frá fyrirtækinu 13. braut ehf. Var það lóðunum Búhamar 22, 54, 56 og 80 sem var úthlutað að þessu sinni og eru það síðustu lausu lóðirnar […]
Fimmtudagur á Goslokum (myndir)

Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá þær myndir sem hann náði af hinum ýmsu viðburðum gærdagsins. Ljóst er að margt er um manninn. (meira…)