Pysjueftirlitið – Myndband á þremur tungumálum

Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga. Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku. Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og […]

Náin framtíð í jarðfræði – Enginn toppar Kristínu

Þó nokkr­ar lík­ur eru á því að það gjósi aft­ur í Heima­ey í ná­inni framtíð. Gos gæti þess vegna komið upp í miðju hafn­ar­mynn­inu svo mik­il­vægt er að fleiri en ein viðbragðsáætl­un sé fyr­ir hendi, að sögn Þor­valds Þórðar­son­ar, pró­fess­ors í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands í Dagmálum Morgunblaðsins. Athyglisvert viðtal en í þeim anda sem […]

Herjólfur – Bílalyftunni slakað á bíla – Engin slys

„Óhapp varð um borð í Herjólfi þegar skipið var að fara frá Landeyjarhöfn úr seinustu ferð dagsins í gærkvöldi. Skipið var að bakka frá bryggju þegar bílalyftan fór niður öðrumegin með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð,“ sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. […]

Matey – Veitingastaðir og sjávarútvegur bjóða til veislu

„Þau stórtíðindi ber­ast úr Vest­manna­eyj­um að hald­in verði sér­leg mat­ar­hátíð áttunda til tíunda sept­em­ber næst­kom­andi. Hátíðin hef­ur hlotið nafnið MAT­EY en þar munu veit­ingastaðir, fisk­fram­leiðend­ur og þjón­ustuaðilar í sjáv­ar­sam­fé­lag­inu taka hönd­um sam­an til að leiða sam­an úr­vals hrá­efni og framúrsk­ar­andi matreiðslu“ segir á mbl.is í gær. Sannarlega eitthvað til að hlakka til, að veitingastaðir og […]

Leit á sjó við Smáeyjar og víðar

Þessa stundina fer fram leit á sjónum rétt vestan við Heimaey, við Smáeyjar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og bátar eru að leita, Samkvæmt mbl.is voru Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja og Land­helg­is­gæsl­an kölluð út í kvöld í leit á sjó við Vest­manna­eyj­ar eftir að neyðarblyss hafi sést á sjó. Land­helg­is­gæsl­an staðfesti þetta við mbl.is en málið væri á frum­stigi og frek­ari […]

Bliki VE sökk í Klettsvík

Í morgun sökk þjónustubáturinn Bliki VE í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Enginn var um borð og ekki er vitað um orsakir. Olíumengun er að sögn lítil sem engin og er búið að gera viðeigandi ráðstafanir til hindra mengun ef olía fer að leka úr bátnum. Bliki VE er í eigu Gelp-kafaraþjónustu sem Gunnlaugur Erlendsson kafari á. […]

Ísfélagið býður öllum á leikinn á morgun

Eyjamenn taka á móti FH í Bestu deildinni á morgun, sunnudag og er frítt á völlinn í boði Ísfélagsins. Það munar aðeins einu stigi á liðunum og má því búast við afar spennandi leik sem hefst klukkan 16.00. Það er spáð bongóblíðu og viljum við sjá sem flest á vellinum að styðja við okkar menn. […]

Löng sigling á makrílmiðin – Von um betri tíð

„Ísfélagið er búið að veiða um 7.500 tonn af makríl þetta sumarið. Það hefur gengið illa síðustu tvær vikur að finna makrílinn en vonandi rætist úr því næstu daga,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins þegar rætt var við hann. Þá var Heimaey  að landa 600 tonnum á Þórshöfn. „Sigurður, Álsey og Suðurey eru í Smugunni […]

Vestmannaeyjar – Spennandi stöður í boði

Í síðasta blaði er sagt frá því að Audrey Padgett, sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 sé á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka […]

Íris bæjarstjóri – Aðgengisstétta- skipting í heilbrigðiskerfinu

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.