Lífgað upp á miðbæinn svo um munar

„Heldur betur verið að lífga upp á miðbæinn í Eyjum! Ungir listamenn, Guðmundur Óskar Sigurmundsson og Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson, tóku að sér að skreyta gangstéttina við Bárugötu – og sömu listamenn eru með verk í vinnslu á húsgafli neðar í götunni. Þar eru þeir að setja Gullborgina, hið fræga aflaskip Binna í Gröf, inn […]
Fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar – Menningar- og skemmtiveisla

Fyrstu helgina í júlí ár hvert, stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973. Um er að ræða fjögurra daga hátíð fulla af viðburðum. Sem dæmi má nefna tónleika, lista- og hönnunarsýningar, fyrirlestra, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann og Ísfélagið, leiksýningar, skipulagðar göngur, golfmót og ýmist frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga […]
Þjóðhátíð – Sölu félagsmannamiða lýkur á mánudaginn

Þar sem TIX sér um miðasölu á Þjóðhátíð í ár, þá þarf að ná í félagsmannamiða á annan hátt. En sölu félagsmannamiða líkur mánudaginn 4. júlí Afsláttur kemur ekki af almennri miðasölu heldur á lokaskrefum líkt og var í kerfinu okkar, heldur er sér aðgangur fyrir félagsmenn. Fara þarf inná dalurinn.is Smella á „Valmynd“ Velja […]
Gullberg VE – Nafngift og boðið að skoða

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum. Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið. Gullberg VE er […]
Nýtt Gullberg til Eyja í morgun

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum kl. hálf átta í morgun. Nú tekur við vinna að koma skipinu á íslenska skipskrá og mun það taka nokkra daga. Stefnt er á að sýna skipið almenningi síðar í vikunni þegar allt er klárt. Skipstjóri er Jón Atli Gunnarsson áður skipstjóri á Kap […]
Orkumótið – Okkar menn með tvo bikara

ÍBV tefldi fram fimm liðum á Orkumótinu í ár og léku fjögur þeirra til úrslita í sínum flokkum í gær. Og árangurinn var góður, tveir bikarar í hús hjá okkar strákum er frábær árangur. Frábæru Orkumóti lauk í gær með úrslitaleikjum, grillveislu og lokahófi í Íþróttamiðstöðinni þar sem þeir sem þóttu skara fram út fengu […]
FH-ingar Orkumótsmeistarar

Það eitt að sjá stúku Hásteinsvallar þéttsetna í úrslitaleik Orkumótsins í gær sýnir mikilvægið og þá virðingu sem Orkumót ÍBV hefur áunnið sér í gegnum tíðina. Margt af okkar fremsta knattspyrnufólki nefnir mótin í Eyjum sem eina af þeirra stærstu stundum á knattspyrnuvellinum. Orkumótið í ár er engin undantekning þar á og strákarnir í FH […]
Flutningur bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið

Miðvikudaginn 29. júní nk., verður starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, stjórnsýslu og fjármálasvið, flutt úr húsnæði 2. hæðar að Bárustíg 15, í Ráðhúsið við Ráðhúströð. Meðan á flutningum stendur má búast við röskun á þjónustu bæjarskrifstofanna sem vonir eru bundnar við að vari aðeins þennan dag og fram að hádegi á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að […]
Orkumótið – Landsleikir og glæsileg kvöldvaka með Jóni Jónssyni

Föstudagskvöldið fóru fram tveir landsleikir skipaðir fulltrúum frá öllum 38 félögunum á mótinu. Fyrirkomulagið er þannig að leiknir eru tveir leikir samhliða. Landslið á móti Pressuliði, raðað er í liðin af handahófi. Úr varð hin besta skemmtun og mikil spenna í lokin en þannig fór að Landsliðið skoraði 7 mörk gegn 6 mörkum Pressunnar. Fyrir […]
Morgunblaðið – Flestar koma þær frá ÍBV

„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2022, notuðu 205 leikmenn í fyrstu tíu umferðum Íslandsmótsins. Þar af fengu 170 leikmenn að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 35 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. […]