Stelpurnar mæta Aftureldningu á útivelli

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Stelpurnar í ÍBV heimsækja Aftureldingu og verður leikurinn klukkan 18:00 á Malbikstöðinni að Varmá. ÍBV er í fimmta til sjötta sæti ásamt Selfossi með 14 stig eftir átta leiki. Lið Aftureldingar er í botnbaráttu en þær eru í næstneðsta sætinu með einungis þrjú stig úr […]

Árni hefur aldrei verið í vafa

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hug­mynd­ina fyr­ir um ald­ar­fjórðungi og fagn­ar að nú eigi að dusta rykið af gögn­um sem þegar liggja fyr­ir og gera frek­ari rann­sókn­ir ef þarf. „Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raun­hæf­ur mögu­leiki. Það hef­ur lengi legið fyr­ir […]

Grímur yfir Suðurlandi öllu

Grím­ur Her­geirs­son verður sett­ur lög­reglu­stjóri á Suður­landi öllu frá 1. júlí næst­kom­andi og út árið. Kjart­an Þorkels­son lög­reglu­stjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þess­um sex mánuðum verður Grím­ur einnig áfram lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, en því embætti hef­ur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið. Þetta kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag. […]

Veisla til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum

Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið […]

Fjórir bræður heiðraðir á sjómannadaginn

Einn af hápunktum sjómannadagshátíðarinnar er þegar sjómenn eru heiðraðir af stéttarfélögunum, Sjómannafélaginu Jötni, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og Vélstjórafélaginu við hátíðarhöldin á Stakkagerðistúni. Það kom í hlut Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambandsins og fyrrverandi formanns Jötuns að afhenda viðurkenningarnar. Sigurður Sveinsson var heiðraður af Jötni, Hjálmar Guðmundsson af Vélstjórafélaginu og fjórir synir Óskars Matthíassonar á Leó […]

Vinnslustöðin kaupir uppsjávarskipið Garðar frá Noregi

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur samþykkt að kaupa H-34-AV Gardar af norsku útgerðarfyrirtæki og bæta þar með við fjórða skipinu í uppsjávarflota sinn. Þar eru fyrir Huginn, Ísleifur og Kap. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is og tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri um kaupin í boði með sjómönnum á skipum félagsins  síðdegis í dag. Þar segir: […]

Sjómannadagurinn – Mikill mannfjöldi á Vigtartorgi

Trúlega hafa sjaldan eða aldrei fleiri fylgst með dagskrá Sjómannadagsins á Vigtartorgi en í dag. Minnti á gömlu góðu dagana þegar safnast var saman við Friðarhöfn sem var miðpunktur hátíðarhaldanna. Hjálpaðist margt að, fjölbreytt dagskrá þar sem unga fólkið fær tækifæri til að spreyta sig. Gott veður og að mikill fjöldi er í bænum, bæði […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Sumarið er tíminn!

Við fögnum Sjómannadeginum um næstu helgi og í dag hefst TM mótið í knattspyrnu. Þessir tveir stóru viðburðir falla saman í tíma á nokkurra ára fresti og þá er nóg um að vera. Við hjá Vestmannaeyjabæ, eins og Eyjamenn allir, erum alltaf jafn stolt og glöð þegar ÍBV íþróttafélag heldur sín knattspyrnumót á hverju sumri. […]

Líkn gefur tæki fyrir eina og hálfa milljón

Eins og svo oft áður komu Líknarkonur færandi hendi á HSU í Vestmannaeyjum í gær og að venju fengu þær hlýjar móttökur. María Sigurjörnsdóttir, formaður Líknar fór fyrir hópnum. Að þessu sinni gáfu konunar, baðstóll, loftdýnur og lífsmarkamælir. „Alls er verðmæti þessara gjafa um ein milljón krónur. Einnig er á leiðinni heyrnarmælingatæki sem verður afhent á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.