Gullberg VE – Nafngift og boðið að skoða

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum. Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið. Gullberg VE er […]
Nýtt Gullberg til Eyja í morgun

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum kl. hálf átta í morgun. Nú tekur við vinna að koma skipinu á íslenska skipskrá og mun það taka nokkra daga. Stefnt er á að sýna skipið almenningi síðar í vikunni þegar allt er klárt. Skipstjóri er Jón Atli Gunnarsson áður skipstjóri á Kap […]
Orkumótið – Okkar menn með tvo bikara

ÍBV tefldi fram fimm liðum á Orkumótinu í ár og léku fjögur þeirra til úrslita í sínum flokkum í gær. Og árangurinn var góður, tveir bikarar í hús hjá okkar strákum er frábær árangur. Frábæru Orkumóti lauk í gær með úrslitaleikjum, grillveislu og lokahófi í Íþróttamiðstöðinni þar sem þeir sem þóttu skara fram út fengu […]
FH-ingar Orkumótsmeistarar

Það eitt að sjá stúku Hásteinsvallar þéttsetna í úrslitaleik Orkumótsins í gær sýnir mikilvægið og þá virðingu sem Orkumót ÍBV hefur áunnið sér í gegnum tíðina. Margt af okkar fremsta knattspyrnufólki nefnir mótin í Eyjum sem eina af þeirra stærstu stundum á knattspyrnuvellinum. Orkumótið í ár er engin undantekning þar á og strákarnir í FH […]
Flutningur bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið

Miðvikudaginn 29. júní nk., verður starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, stjórnsýslu og fjármálasvið, flutt úr húsnæði 2. hæðar að Bárustíg 15, í Ráðhúsið við Ráðhúströð. Meðan á flutningum stendur má búast við röskun á þjónustu bæjarskrifstofanna sem vonir eru bundnar við að vari aðeins þennan dag og fram að hádegi á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að […]
Orkumótið – Landsleikir og glæsileg kvöldvaka með Jóni Jónssyni

Föstudagskvöldið fóru fram tveir landsleikir skipaðir fulltrúum frá öllum 38 félögunum á mótinu. Fyrirkomulagið er þannig að leiknir eru tveir leikir samhliða. Landslið á móti Pressuliði, raðað er í liðin af handahófi. Úr varð hin besta skemmtun og mikil spenna í lokin en þannig fór að Landsliðið skoraði 7 mörk gegn 6 mörkum Pressunnar. Fyrir […]
Morgunblaðið – Flestar koma þær frá ÍBV

„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2022, notuðu 205 leikmenn í fyrstu tíu umferðum Íslandsmótsins. Þar af fengu 170 leikmenn að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 35 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. […]
Tilkynning – Hrossasauðir með útgáfutónleika
Við Hrossasauðir ætlum að koma fram í fyrsta sinn fyrir framan ykkur á Skipasandi í Vestmanneyjum á morgun, 25. júní klukkan 22:00. Ef að þú hefur ekkert að gera nema að liggja heima á rassgatinu þá mætirðu fyrir frítt! Höfum gaman og það má mæta með drykki og svoleiðis! (meira…)
Þreytir Eyjasund í lok júlí

Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júli, þegar hann syndir frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand. Undirbúningur er nú í fullum gangi. Eyjasundið er til styrktar Barnaheillum en allt safnað fé mun renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar. Sigurgeir er enginn nýgræðingur þegar kemur […]
Hvergi rís fótbolti hærra en á Orkumóti í Eyjum

Peyjarnir hófu leik á Orkumótinu 2022 stundvíslega kl. 08:20 í gærmorgun og var veðrið í gær ágætt, skýjað en einstaka rigingarskúr. En það lék við leikmenn, þjálfara, foreldra og aðra gesti í skrúðgöngunni og á setningarhátíðinni. Dagurinn í dag heilsaði bjartur og fagur og líkur á góðu veðri um helgina. Orkumótinu lýkur á morgun með […]