Eyjafréttum dreift eftir hádegið

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útkomu Eyjafrétta. Mistök urðu hjá Póstinum í Reykjavík en þeirra maður í Eyjum, Erlingur Guðbjörnsson, brást hratt við og er blaðið nú á leiðinni í Landeyjahöfn. Gangi allt að óskum kemur blaðið með 13.15 ferðinni úr Landeyjahöfn og verður dreift milli 14.00 og 15.00. (meira…)

Siggi Braga framlengir

Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar sem segir að Siggi hafi sinnt starfinu undanfarin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf. „Við erum ánægð með að vera búin […]

Guðjón Pétur biðst afsökunar á framkomu sinni

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í leik gegn ÍA á Hásteinsvelli fyrir skömmu: Kæru stuðningsmenn og allir tengdir ÍBV. Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir […]

Hákon Helgi nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Tekur Hákon Helgi við af Grétari Þór Eyþórssyni. Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. […]

Stór æfing innan og utanhafnar á morgun

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Vestmannaeyjahöfn verða með sameiginlega mengunarvarnaæfingu þar sem varðskipið Þór, Lóðsinn, Friðrik Jesson og björgunarbáturinn Þór verða að störfum Æfingin fer bæði fram innan hafnar og austan við Vestmannaeyjar. Umhverfisstofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu æfingarinnar sem er huti af árlegri æfingaáætlun Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar. Reiknað er með því að æfingin […]

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa […]

Herjólfsmenn skoða göng í Færeyjum

Áhöfnin sem sigldi Herjólfi III til Færeyja á sunnudaginn hefur nýtt tímann vel. Meðal annars skoðaði hún Sandeyjargöngin sem nú er verið að vinna við. Þau eru tæpir 11 kílómetrar að lengd og verða lengstu göngin í Færeyjum. Eyjapeyinn Björn Sigþór Skúlason var leiðsögumaður þeirra í gegnum göngin. Þetta kemur fram á FB-síðu Helga Rasmussen […]

Arína Bára dúxaði með 9,3 í meðaleinkunn

Á laugardaginn útskrifaði  Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum  35 nemendur sem luku námi af sex námsbrautum.  Þar af voru fjórir sem útskrifuðust frá Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra sem . FÍV er í samstarfi við um nám í húsasmíði.  Stúdentar í ár eru 23, þar af fimm sem um leið ljúka sjúkraliðabraut. Fimm luku námi á sjúkraliðabraut, tveir með […]

Konurnar áfram í Mjólkurbikarnum

ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni  eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu. Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sig­ur á útivelli gegn Kefla­vík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark […]

Eiga hrós skilið þrátt fyrir naumt tap

Aðeins einu marki munaði, 30:31, í fjórða leik úrslitakeppninnar í handbolta karla þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari og varð um leið Íslandsmeistari 2022. Leikið var í Vestmannaeyjum og var leikurinn frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Stemningin í Íþróttamiðstöðinni, þar sem stuðningsmenn beggja liða gerðu hvað þeir gátu til að hvetja sína […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.