VINNSLUSTÖÐIN KAUPIR BÚNAÐ SEM BREYTIR SJÓ Í DRYKKJARVATN

„Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Ætla má að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs en hinir tveir fljótlega á nýju ári. Tiltölulega einfalt er að tengja búnaðinn við veitukerfi bæjar eða fyrirtækja.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. „Sjó er dælt […]

Hásteinsvöllur – Gervigras og flóðlýsing

Samkvæmt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ári stendur til að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll haustið 2024 til að uppfylla m.a. þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla og vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar. „Tilgangurinn er að auka nýtingu á vellinum, bæði fyrir æfingar og keppni fyrir alla iðkendur. Unnið er áfram að undirbúniningi verkefnisins og öll […]

Framkvæmdir við Hamarsskóla á næsta ári

Forvinnu hönnunar á nýbyggingu Hamarsskóla er lokið og hönnun verið boðin út. Niðurstaða útboðs er að Efla mun sinna verkhönnun á viðbyggingu. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar, fyrir árin 2025, 2026 og 2027 sem var samþykkt eftir seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Vonir standa til að hægt verði að byrja á […]

Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram. Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra […]

Ísfélag – Tæplega fjórföld eftirspurn

Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14:00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B. Þetta kemur fram á […]

Herjólfur III siglir til Landeyjahafnar

Farþegar athugið – Vegna siglinga 1-2. desember – Búið er að mæla dýpi í Landeyjahöfn og ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum en Álsnes heldur áfram dýpkun næstu daga og útlið fyrir siglingar til Landeyjahafnar skv. sjávarföllum er gott. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar sem segir að Herjólfur III siglir til […]

Mikill hugur í Hallarfólki – Flottasta jólahlaðborðið

„Lundaballið var glæsilegt hjá Elliðaeyingum og svo héldu bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið sínar árshátíðir hjá okkur. Ekki má gleyma afmæli Geisla sem var mjög gaman að hýsa. Við eigum allt okkar undir því að húsið sé notað og reynum að þjónusta alla með besta móti. Þá hafa aðrir viðburðir, sem eru þó nokkrir, gengið afar […]

Einsi kaldi og hans fólk tilbúið í jólaslaginn

„Sumarið byrjaði svo sem brösuglega en svo dró frá sólu og var sumarið bara mjög gott,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, öfluga veisluþjónustu og sér um skólamatinn í grunnskólanum. En nú er önnur vertíð framundan. Þegar jólin nálgast og aðventan gengur í garð lætur Einar Björn og hans […]

Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum: Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára […]

Flogið daglega til Vestmannaeyja – Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair. Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.