SVARTFUGLINN LOKSINS SESTUR UPP

OG ÞÁ KEMUR LOÐNAN, VÆNTANLEGA OG VONANDI – SEGIR SIGURGEIR Í SKULD „Miðað við fyrri reynslu gæti loðna verið að ganga núna til vesturs á milli Hornafjarðar og Vestmannaeyja, í Fjallasjónum eða við suðurströndina. Eigum við þá ekki að segja að eftir þrjá til sjö daga megi búast við loðnugöngu við Eyjar? Svartfuglinn var hálfum mánuði […]

Njáll – Krafan stendur óbreytt

Við óskuðum eftir viðbrögðum frá nokkrum kjörnum fulltrúum um aðsenda grein Þórdísar á Vísir.is undir yfirskriftinni „Kona sölsar undir sig land.“ „Þessi yfirlýsing ráðherra felur það í sér að hún ætlar ekki að grípa til ráðstafana þannig að málinu ljúki, hún er ekki að hætta málsmeðferðinni heldur einungis að bæta við einhverju viðbótarskrefið í ferlið. […]

Ölfus – Stuðningur við íbúa í Grindavík

DCIM100GOPRO

Á fundi sínum í fyrradag samþykkti bæjarstjórn Ölfuss næstu skref í stuðningi við íbúa Grindavíkur með því að samþykkja forgang þeirra við úthlutun lóða. Unnið er út frá því að hægt verði að úthluta lóðum fyrir allt að 127 heimili á næstu mánuðum. Fyrir liggur að á seinustu vikum hefur umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir […]

Hermann Ingi Heim – Í endurhæfingu á Grensás

Þessari söfnun er hrint af stað fyrir Hermann Inga Hermannsson sem fékk heilablóðfall í janúar sl. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Elche á Spáni. Viku eftir heilablóðfallið fór hann í hjartastopp og var færður á bráðadeild og síðan á gjörgæslu þar sem hann dvaldi í tvær erfiðar vikur. Honum var haldið sofandi í öndunarvél […]

Þrengir verulega mannlífi í Vestmannaeyjum

Meðal svæða á Heimaey sem fjármála- og efnahagsráðherra ásælist fyrir hönd ríkisins eru Háin, Hlíðarbrekkur,  hluti af Brekkunni í Herjólfsdal og fjöll þar í kring, Kaplagjóta, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur að mestu. Líka allt land sem kom upp í gosinu 1973 og Eldfell og svo Stórhöfða. Þetta er aðeins hluti lands sem tiltekinn er í […]

Ánægður með samninginn og þessi málalok

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Niðurstaðan er að af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og […]

Sigur hjá konum og tap hjá körlum

ÍBV konur í Olísdeildinni gerðu góða ferð í Breiðholtið í dag þar sem þær mættu ÍR. ÍBV var yfir allan leikinn og fjór­um mörk­um yfir í hálfleik, 15:11. Leiknum lauk með  sigri Eyjakvenna, 20:27 og eru þær í fjórða sæti með 18 stig. Marka­hæst­ar ÍBV kvenna voru Elísa og Birna Berg með sjö mörk. Marta […]

KSÍ – Ingi og Trausti í stjórn

Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson er aftur kominn í stjórn KSÍ eftir glæsilega kosningu á ársþingi sambandsins í dag þar sem Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður. Sjö manns buðu sig fram í fjögur laus sæti í stjórn KSÍ og var Ingi einn þeirra. Sá sem flest atkvæði hlaut fékk 114 og kom Ingi á hæla hans með […]

Útkall – Helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum

Nýjasti Útkallsþátturinn á visir.is, sem er öllum aðgengilegur, verður helgaður Grindvíkingum og Vestmannaeyingum. Annars vegar hetjuleg björgun fyrir utan  Grindavík þegar 12 skiprotsmönnum af Gjafari frá Vestmannaeyjum var bjargað á land eftir að báturinn strandaði þar í  foráttubrimi. Einnig verður sagt frá annarri björgun mánuði fyrr –  þegar sami bátur flutti 440 manns til Þorlákshafnar […]

Mesta ógn frá því í gosinu 1973? Ráðherra ræður engu

Það hefur ýmislegt dunið á Vestmannaeyingum síðasta árið. Byrjaði með bilun rafstrengs í byrjun síðasta árs. Í ljós kom að Herjólfur getur bilað og Landeyjahöfn er langt frá að skila því sem ætlað var. Ekki var útlitið bjart þegar vatnsleiðslan varð fyrir hnjaski í lok ársins 2023. Flestum hefði þótt nóg komið en nú bendir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.