Fráleitt að orkusparandi framkvæmdir skili sér ekki

HS Veitur tilkynntu um mánaðamótin hækkun á gjaldskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum um 7.39 prósent. Einnig var boðuð lækkun á hitastigi á vatni frá kyndistöð niður í allt að  4°C frá því sem nú er eftir árstímum. Bæjarráð hefur lýst yfir óánægju sinni með hækkunina en rök Veitna eru áskoranir í rekstri hitaveitu í Vestmannaeyjum vegna […]

Dulin hækkun í kaldara vatni

Formaður bæjarráðs, Njáll Ragnarsson fulltrúi Eyjalistans í bæjarstjórn í bæjarstjórn er heldur óhress með stöðuna eftir hækkun á raforku og lægri hita á hitaveituvatninu . „Bæjarráð lýsti óánægju sinni við forstjóra HS Veitna þegar þetta kom upp, bæði það að félagið ákveður að hækka gjaldskrána og ekki síður því heita vatnið sé kælt á sama tíma. […]

Baráttan heldur áfram

„Þetta kemur mér í rauninni ekki á óvart miðað við allt sem á undan er gengið. Þegar hver dómsmálaráðherrann á fætur öðrum hefur haft það á stefnuskránni að fækka þessum embættum þá er alltaf spurningin hvenær það raungerist, hvað sem hver tautar og raular. Bæjarstjórn hefur háð mikla baráttu í gegnum tíðina gegn þessu en […]

Hefði kosið að sýslumannsembættið yrði auglýst

„Svarið við þessari spurningu er, að dómsmálaráðherra er ekki að leggja niður sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Eins og kynnt var í síðustu viku sagði núverandi sýslumaður upp störfum og óskaði eftir því að fá lausn strax. Það er unnið að breytingum í málefnum sýslumanna á landinu öllu og þess vegna er sýslumaðurinn á Suðurlandi sett yfir […]

Sparnaður upp á 2,5 milljarða hvarf á leið til Eyja

Sjóvarmadælan02

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum þegar hann var spurður um 7,9% hækkun á heita […]

VSV – Fyrri hálfleik síldveiða lýkur senn

„Við eigum eftir þrjár landanir til að ljúka veiðum á norsk-íslenskri síld í ár. Sú vertíð hefur gengið afar vel og aflaheimildir VSV og Hugins eru samanlagt um 10.000 tonn,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Þegar þessum veiðum lýkur verður hlé þar til síðari síldarhálfleikurinn hefst undir lok októbermánaðar, ef að líkum lætur. Þá […]

Tryggvi áfram formaður Hugverkaráðs SI

Nýtt Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur verið skipað. Hugverkaráð SI hefur undanfarin ár verið vettvangur umræðu um stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar. Í nýju Hugverkaráði SI sem er skipað til ársins 2025 sitja Tryggvi Hjaltason Senior Strategist hjá CCP sem er formaður, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri OK, Íris E. Gísladóttir […]

Minningar sem vöktu mikil viðbrögð  

Eyjapistlar voru rifjaðir upp og flutt lög eftir Gísla Helgason blokkflautuskáld og fleiri snillinga í Salnum að kvöldi 27. september. Pistlarnir rifjuðu auðheyrilega upp margar gamlar minningar og vöktu mikil viðbrögð viðstaddra. Gísli var í fararbroddi, kynnti pistlana og lögin auk þess að syngja og spila á blokkflautu. Aðrir í föruneytinu voru Þórarinn Ólason, söngur […]

Georg Eiður Arnarson – Lundasumarið 2023

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera sumarið upp. Pysjueftirlitið er að detta í 3000 bæjarpysjur, sem þýðir að bæjarpysjan er þá ca. 5000 pysjur og miðað við að bæjarpysjan sé um eða innan við 1%, þá er pysjufjöldin úr öllum fjöllum Vestmannaeyja ca. 5-700 þúsund og miðað við tæplega 90% varp, […]

Eyjahjartað í síðasta sinn á sunnudaginn

  Fáir viðburðir sem tengst hafa gosinu 1973 hafa skilað sögu Vestmannaeyja síðustu áratuga betur en Eyjahjartað. Það verður haldið í ellefta og síðasta skiptið í Einarsstofu klukkan 13.00 á sunnudaginn fyrsta október. Þar hefur Eyjafólk, flest brottflutt sagt sögur frá uppvextinum í Vestmannaeyjum frá miðri síðustu öld og fram á þessa. Nú mæta þau […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.