OLísdeild kvenna – ÍBV enn í toppbaráttunni

Eyjakonur sýndu klærnar svo um munaði þegar þær mættu Selfosskonum í Olísdeildinni í gær. Leikið var í Sethöllinni á Selfossi og lauk leiknum með 21:40 sigri ÍBV sem komst í 3:20 í leiknum. Að lokinni þrettándu umferð er Valur í efsta sæti með 22 stig, jafnmörg og ÍBV sem er með lakara markahlutfall. Næsti leikur […]
Bræla, ófærð og Herjólfur siglir ekki

„Því miður falla niður siglingar fyrri hluta dags vegna veðurs og sjólag, en bæði er ófært til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Tilkynning vegna siglinga seinnipartinn í dag verður gefin út kl. 15:00,“ segir í tilkynningu […]
Upphafs minnst á morgun – Fólk hvatt til að fjölmenna

Vestmannaeyingar minnast þess á morgun, 23. janúar þegar fimmtíu ár verða frá því gos hófst á Heimaey. Gosið hófst rétt fyrir klukkan tvö um nóttina og um morguninn höfðu bátar og aðkomubátar sem voru í höfn í Eyjum flutt hátt í 5000 íbúa af um 5300 til lands. Mesta björgun Íslandssögunnar. Áður en gosi lauk […]
Fótbolti – Breki áfram hjá ÍBV

Knattspyrnumaðurinn og Eyjamaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Breki er 24 ára sóknarmaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla flokkana en einnig spilað átta leiki og skorað sex mörk með KFS. Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki […]
Eyjanótt – Streymi opið í 48 tíma

Eyjanótt, stórtónleikar í Hörpu á laugardagskvöldið verða í beinu streymi hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone. „Ekki er víst að allir geti horft á streymið á laugardagskvöldið enda margt í boði. Þeir sem kaupa sér aðgang fyrir tónleikana hafa aðgang að þeim í 48 klukkutíma. Það er því hægt að njóta þeirra á sunnudaginn eða seinna […]
Málþing í Sagnheimum um heilsutengdan lífsstíl

Laugardaginn 28. janúar er þér boðið til málþings sem haldið verður í Sagnheimum. Boðið verður upp á 4 stutta fyrirlestra um mikilvægi þess að hlúa að eigin heilsu auk þess sem fyrirtæki, áhugahópar og aðrir munu kynna nokkur af þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru í boði til heilsueflingar í Vestmannaeyjum. Þá mun yngstu þátttakendunum verða boðið […]
Eldheimar – Tónleikar hefjast eftir handboltann

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að byrja tónleikana á föstudagskvöldið, Við sem eftir erum – Sögur og söngvar í ELDHEIMUM uppúr kl 21:00 í stað 20:30 eins og upphaflega var auglýst. Húsið verður opnað kl 20:30 Einnig er hægt er að nálgast miða alla daga frá kl. 13:30 til 16:30. Allar frekari upplýsingar í 4882700. […]
Fótbolti – Guy Smit í markið hjá ÍBV

Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023. Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður. Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan. Hann hefur vakið mikla athygli […]
Eyjakonur áfram í toppbaráttunni

Á meðan Valskonur gerðu jafntefli á móti Stjörnunni í Olísdeildinni sigraði ÍBV Hauka á heimavelli, 30:28 og eru Eyjakonur einu stigi á eftir Val sem eru á toppnum með 19 stig eftir ellefu leiki. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 10 mörk í liði ÍBV. Birna Berg skoraði 7, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna 5, Sara Dröfn 2 […]
Eyjasveitin Hrossasauðir með nýja plötu

„Við stofnuðum hljómsveitina árið 2021 þegar ég og trommarinn, Jón Grétar Jónasson tókum okkur til og stofnuðum hljómsveit,“ segir Kári Steinn Helgason, Skánki um hljómsveitina Hrossasauðir sem gaf út plötu í dag. „Nafnið er tengt áhugamáli okkar, íslensku sauðfé og íslenskum hrossum og því að ég var viss um að enginn notaði þetta nafn á […]