Georg Eiður – Saga Landeyjahafnar

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]

Sjópróf vegna vatnsleiðslunnar hafin

Sjópróf vegna skemmda á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hófust í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar skemmdir urðu á 50 metra kafla á leiðslunni þegar Huginn VE festi akkeri í henni í nóvember. Frá þessu er greint á RÚV.is. Þar segir að sjópróf séu haldin fyrir héraðsdómi og geta ýmsir krafist þeirra. Til dæmis rannsóknanefnd samgönguslysa, eigandi skips, […]

Enginn vill loka vetrarmánuðina

Gísli Matthías – Í kvöld er fundur! Mig langaði að skrifa smá hugvekju um opnun veitingastaða hér í Vestmannaeyjum í tilefni þess. Umræðan um opnunartíma veitingastaða hér í Vestmannaeyjum verður alltaf háværari og hávæari. Enda ekki skrítið, það er glatað að lang-flestir séu með lokað. En hver er ástæðan? Viljum við veitingamenn bara fleyta rjóman […]

KSÍ – Ingi Sig í formannsslaginn?

Fótbolti.is greinir frá því að Eyjamaðurinn og fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu, Ingi Sigurðsson sé að íhuga framboð til formanns KSÍ. Eins og komið hefur fram býður Vanda Sigurgeirsdóttir sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson hafa staðfest framboð. […]

Hitaveitan – Vestmannaeyjar í gapastokk orkupakkanna

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum við Eyjafréttir sem ræddu við hann í október sl. […]

Bæjarstjóri – Auknar niðurgreiðslur vegna húshitunar

„Bæjarráð Vestmannaeyja hefur mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað eftir skýringum hjá HS-veitum, Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu. HS- veitur hafa sérleyfi og við íbúar getum bara skipt við það fyrirtæki þegar við kaupum varmaorku til húshitunar. Það er umhugsunarefni að varmadælustöðin virðist alls ekki skila neinni lækkun á gjaldskrá eins og lagt var upp […]

Drífa framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í gær tillögu bæjarráðs Vestmannaeyja um ráðningu Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Drífa skiptir um stól því fyrir var hún fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs. Um Drífu segir: Drífa lauk diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, áður hafði hún lokið B.Ed. […]

Loðnuvertíð í óvissu

„Fátt bendir til þess að loðnuvertíð verði í vetur þar sem lítið mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Mikið er í húfi en hefðbundin loðnuvertíð gæti skilað 20 til 40 milljörðum í útflutningsverðmæti. Stefnt er að því að halda til mælinga á ný í febrúar, en lítil vertíð gæti þýtt að aðeins erlendum skipum verði […]

Sterk Eyjatenging á Eyjatónleikum í Hörpu

Vestmannaeyjar skarta ungu og kröftugu tónlistarfólki og hafa Bjarni og Guðrún verið óhrædd að gefa þeim tækifæri. „Frá fyrstu tónleikunum höfum við verið með sterka Eyjatengingu og fólkið okkar hefur haft mjög gaman að því að koma fram á tónleikunum. Það er líka mikils virði fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson […]

Hugsað til Grindvíkinga á tímamótum

„Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973 og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar gosið er rifjað upp. Þó að nú á 21. öldinni rísi upp kynslóð, sem ekki upplifði atburðina örlagaríku, eru […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.