Sigur hjá körlunum í Evróubikarnum

ÍBV vann eins marks sig­ur, 34:33, á Dukla Prag í hníf­jöfn­um fyrri leik liðanna í 32-liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars karla í Prag í Tékklandi í dag. Síðari leik­ur­inn fer fram á sama stað á morg­un klukk­an 18.00.  Allt var í járn­um síðustu mín­út­una en þá setti Svan­ur Páll Vil­hjálms­son mark sem reynd­ist sig­ur­mark Eyja­manna.  Sveinn Jose […]

Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja 90 ára

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum fögnuðu þeim merka áfanga í byrjun desember að nú eru liðin 90 ár frá stofnun Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Félagið var stofnað 6. desember árið 1932 og var Jóhann Þ. Jósefsson þingmaður Eyjanna  helsti hvatamaður að stofnun félagsins. Frá upphafi hefur starfsemi félagsins snúið að því að auka veg og vanda Sjálfstæðisflokksins og berjast […]

Gott að versla í Eyjum – Harðir pakkar í Skipalyftunni

Í Jólagjafablaði Eyjafrétta er að finna umfjöllun um hátt í þrjátíu fyrirtæki í þjónustu og verslun í Vestmannaeyjum. Ótrúlega fjölbreytt og góð þjónusta sem boðið er upp á eins og sést í Eyjafréttum sem komu út í gær. Í Skipalyftunni er hægt að fá fullt af hörðum pökkum, bæði fyrir fagfólkið og ekki síður fólkið […]

Desembertónleikar ÍBV – Jólahjól Stuðlabandsins mætir

Christmas snowflakes on a red background .Texture or background

Desembertónleikar ÍBV mæta aftur til leiks í ár og verður sannkölluð veisla þann 22. desember. Jólahjól Stuðlabandsins mætir í Höllina með alvöru stemningu fyrir jólin. Jólapeysur, jólalukkuhjól, skemmtilegar sögur og auðvitað bestu jólalögin. Það fara sögur af því að 22. des sé mesti stuðdagur ársins! Miðaverð er 4900 kr í forsölu á Tix.is og 5.900 […]

Viltu hafa áhrif 2023 – Átján fengu styrk

Í dag fengu 18 verkefni styrk í tengslum við Viltu hafa áhrif. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs afhenti styrkina og skrifað var undir samstarfssamning um hvert verkefni. Meðfylgjandi er list með þeim verkefnum er hlutu styrk.   Leturstofan – 400.000 kr. Fá listamann til að mála listaverk á vegg Leturstofunnar að Vestmannabraut sem lýsir sögu hússins. […]

Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Líknarkaffið – Kræsingar sendar á vinnustaði

„Þetta er í þriðja skiptið sem við höfum þennan háttinn á, erum ekki með okkar vinsæla Líknarkaffi og basar í Höllinni heldur sendum veitingar á vinnustaði. Fyrst var það kófið með sínum samkomutakmörkunum sem stoppaði sjálft Líknarkaffið en nú er eins og við séum ekki alveg komnar í gang eftir þau ósköp,“ segir Júlía Elsa […]

ASÍ – Breytingar á leikskóla- gjöldum – Vm í lægri kantinum

Vestmannaeyjabær kemur vel út í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Hún sýnir að leikskólagjöld, 8 tíma vistun með fæði, hækkuðu hjá 17 sveitarfélögum af 20. Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum. Hækkunin var 2.5% hjá Vestmannaeyjabæ. Tímagjald […]

Veiðum lokið á heimasíldinni – 13.000 tonn til Eyja

„Við kláruðum heimasíldina um miðjan þennan mánuð. Hún veiddist vestur af Reykjanesi á sömu slóðum og undanfarin ár. Heimaey VE og Sigurður VE sáu um veiðarnar þetta haustið,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Heimaey var með 3400 tonn og Sigurður 3500 tonn í heildina. „Þetta blandaðist að hluta við norsk-íslensku síldina í september sem veiddist […]

Olísdeild karla – Lýsi og tros skiptu sköpum

Eftir slakt gengi í síðustu leikjum vann ÍBV mikilvægan útisigur, 29:30 á Fram í Olís-deild karla í kvöld. Jafnt var framan af leik og var staðan 14:12 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Fram fjórum mörkum yfir en þá sýndu Eyjamenn að lýsi og tros er það sem gildir þegar á reynir.  Síðustu mínúturnar voru […]