Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]

Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit  Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði ein­vígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í loka­keppni Am­er­íku­bik­ars­ins, Copa America, en liðin sem kom­ast í undanúr­slit Þjóðadeild­ar­inn­ar, kom­ast í […]

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni. Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag […]

Samband um ljósleiðarastreng rofið

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta rofnaði samband um ljósleiðarastreng Ljósleiðarans til Vestmannaeyja á föstudaginn. Líkleg ástæða er að Huginn VE missti ankeri og keðju rétt innan við Klettsnefið þegar skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis á föstudaginn. Þarna liggja vatnsleiðsla, rafstrengir og ljósleiðarar. Ekkert bendir til þess að vatnsleiðsla eða aðrir strengir hafi rofnað. Það er […]

Staða safnstjóra Sagnheima auglýst

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns. Safnstjóri er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ástæðan er að Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnastjóri Safnahúss er að láta af störfum. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir, vinna að uppsetningu sýninga […]

Glæsilegur markaður í Höllinni

Í dag og á morgun, sunnudag er glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni og er opið frá eitt til fimm báða dagana. Þar sýna yfir 20 aðilar fjölbreytta vöru, nytjamuni, handverk, listmuni og eithvað í gogginn. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum, […]

Að gefnu tilefni

Við hjónin fórum til Reykjavíkur um síðustu helgi, sem er í sjálfu sér algjört aukaatriði, en við gistum í miðbæ Reykjavíkur, beint á mathöllinni við Hlemm en á föstudagskvöldið ætluðum við einmitt að fara út að borða á einhverjum af þessum nýju stöðum í miðbænum, en allstaðar þar sem við komum var biðröð út að […]

Síldin – Hafa veitt rúm 40.000 tonn

„Við höfum lokið síldveiðum þetta árið. Veiðin gekk mjög vel og veiddum við eitthvað um 20.000 tonn í heildina. Við vorum á síldarvöktum í tæpan mánuð í norsk-íslensku síldinni, tókum smá hlé og héldum árshátíð,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar um síldveiðarnar í haust. „Byrjuðum síðan í lok október á íslensku sumargotssíldinni og vorum […]

Gunnar Már í nýju starfi

Eyjamaðurinn Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim. Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá. Gunnar Már starfaði hjá Icelandair í 37 ár, fyrst í Vestmannaeyjum. Var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo […]

Staða Vinnslustöðvarinnar er sterk

„Það hafa engar umræður um að skrá félagið á markað átt sér stað meðal hluthafa,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Binni, þegar hann var spurður um sögusagnir um að félagið væri á leið á markað. Eins hefur flogið fyrir að nú þrengi að hjá VSV og uppi séu hugmyndir um að selja togarann Þórunni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.