Saxófónn Stebba skó í góðum höndum

„Rétt fyrir tónleika okkar á föstudag afhentu Gísli og Góa okkur í Lúðrasveitinni saxófón Stebba Skó. Óskar Pétur smellti af mynd við tækifærið,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi sveitarinnar. „Stefán Sigurjónsson skósmiður eða Stebbi Skó var stjórnandi og félagi Lúðrasveitarinnar um árabil. Hann lést á síðasta ári eftir baráttu við Parkinson sjúkdóminn. Hann var holdgerfingur lúðrasveitarinnar og […]
Stórtónleikar LV stóðu undir nafni

Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt fjölda annarra flytjenda í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöld, föstudaginn 7. júlí, stóðu sannarlega undir nafni. Auk lúðrasveitarinnar komu þar fram frábærir söngvarar á borð við Júníus Meyvant (Unnar Gísla Sigurmundsson), Söru og Unu, Sæþór Vídó, Helga Björns, Jónsa og Siggu Guðna. Auk þeirra Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og kór Landakirkju. Fram kom […]
Gullfiskaeldi á gostímanum

Gullfiskar Dollýar og Þórs Vilhjálmssonar urðu eftir í íbúð þeirra í Eyjum gosnóttina og bjuggu þar í búri sínu allan tímann sem húsbændur þeirra og eigendur voru fjarverandi þegar Heimaeyjargosið varði. Þór og félagar lönduðu annað slagið í Eyjum og hann skrapp þá heim til að gefa eldisfiskunum sínum. Þeir kvörtuðu ekki en fögnuðu goslokum […]
Upplýsingaskilti við Stórhöfða afhjúpað

Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari, er skiltakarl Vestmannaeyja eins og Kári Bjarnason orðaði það í aðfaraorðum sínum. Tilefnið var afhjúpun skiltis, á þriðjudeginum 4. júlí, um fuglamerkingar Óskar Sigurðssonar í Höfðanum þar sem áhugasamir geta lesið um hið einstæða afrek Óskars og hvaða aukna þekkingu það hefur fært okkur um þá fugla sem […]
Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]
Eyjafréttir í dag – Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]
Skráning í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]
Þyngra en tárum tekur

„Það eru mér gríðarleg vonbrigði og þyngra en tárum taki að geta með engu móti verið á mínum æskuslóðum í dag, til að minnast 50 ára goslokum í Heimaey. Fyrir nokkrum dögum fór ég í einfalda aðgerð á Landspítalanum. Af óviðráðanlegum orsökum þarf að endurtaka aðgerðina og verð ég því fjarri góðu gamni,“ segir Ásmundur […]
Eliza Reid, forsetafrú – Kæru Eyjamenn!

Við minnumst þess núna að hálf öld er liðin frá goslokum. Það voru svo sannarlega gleðitíðindi þegar því mátti slá föstu að hinum hrikalegu eldsumbrotum væri lokið. Þessa sögu þekkið þið Eyjamenn auðvitað miklu betur en ég, ekki síst þau sem hér bjuggu þegar hamfarirnar hófust. Þá var ég reyndar ekki fædd. Auk þess verð […]
Happ að fá allan þennan vikur

„Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax […]