Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]

Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]

ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt  

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst. Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00  Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið […]

Fötin þurrkuð fyrir Brekkusönginn

Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést […]

Besta deildin – Sannkallaður þjóðhátíðarleikur í dag kl. 14.00

„Allir leikir sem við eigum eftir eru úrslitaleikir, allt leikir sem við getum unnið. Deildin hefur spilast þannig að þrjú  sterkustu liðin, Víkingur, Valur og Breiðablik tróna á toppnum en önnur lið eru í sama slag og við. Með góðum úrslitum í leikjunum sem við eigum eftir eru möguleikar á að komast í topp sex […]

Bálið á Fjósakletti lýsti upp Dalinn í blankalogni

Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp […]

Víkingferðir keyra fólki í og úr Dalnum

Víkingferðir verða með keyrsluna í Dalinn þetta árið. Leiðirnar sem eru í boði eru með svipuðu sniði og í fyrra en takið eftir að leið 1 sem er á daginn og í gegnum bæinn er frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Leið 2 og 3 er í gegnum íbúðahverfin frá kl. 20:00 til 6:00, reynt […]

Lögreglan – Stuðlum að öryggi í samskiptum og virðum mörk

Talsverður fjöldi fólks er nú kominn til Vestmannaeyja og búist er við enn fleiri gestum í dag. Í gærkvöldi fór hið árlega húkkaraball fram í góðu veðri. Tveir gistu fangageymslur í nótt vegna ölvunar og fimm minniháttar fíkniefnamál komu upp. Að öðru leyti má segja að nóttin hafi verið fremur róleg. Lögregla hefur, sem fyrr […]

Bætt þjónusta fyrir þá sem eiga óhægt um gang

„Lögreglan ákvað að banna allan ónauðsynlegan akstur inn fyrir hlið í Dalnum. Þeir sem hafa bláan miða í bílnum frá Tryggingastofnunun ríkisins og gildir fyrir bílastæði fatlaðra fá að fara inn  og leggja bílnum. Aðrir ekki,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags um breytta og aukna þjónustu fyrir fólk sem á erfitt með gang. „Þeir sem […]

Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Stebbi.isfelagjpg

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.