Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]
Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]
ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst. Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00 Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið […]
Fötin þurrkuð fyrir Brekkusönginn

Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést […]
Besta deildin – Sannkallaður þjóðhátíðarleikur í dag kl. 14.00

„Allir leikir sem við eigum eftir eru úrslitaleikir, allt leikir sem við getum unnið. Deildin hefur spilast þannig að þrjú sterkustu liðin, Víkingur, Valur og Breiðablik tróna á toppnum en önnur lið eru í sama slag og við. Með góðum úrslitum í leikjunum sem við eigum eftir eru möguleikar á að komast í topp sex […]
Bálið á Fjósakletti lýsti upp Dalinn í blankalogni

Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp […]
Víkingferðir keyra fólki í og úr Dalnum

Víkingferðir verða með keyrsluna í Dalinn þetta árið. Leiðirnar sem eru í boði eru með svipuðu sniði og í fyrra en takið eftir að leið 1 sem er á daginn og í gegnum bæinn er frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Leið 2 og 3 er í gegnum íbúðahverfin frá kl. 20:00 til 6:00, reynt […]
Lögreglan – Stuðlum að öryggi í samskiptum og virðum mörk

Talsverður fjöldi fólks er nú kominn til Vestmannaeyja og búist er við enn fleiri gestum í dag. Í gærkvöldi fór hið árlega húkkaraball fram í góðu veðri. Tveir gistu fangageymslur í nótt vegna ölvunar og fimm minniháttar fíkniefnamál komu upp. Að öðru leyti má segja að nóttin hafi verið fremur róleg. Lögregla hefur, sem fyrr […]
Bætt þjónusta fyrir þá sem eiga óhægt um gang

„Lögreglan ákvað að banna allan ónauðsynlegan akstur inn fyrir hlið í Dalnum. Þeir sem hafa bláan miða í bílnum frá Tryggingastofnunun ríkisins og gildir fyrir bílastæði fatlaðra fá að fara inn og leggja bílnum. Aðrir ekki,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags um breytta og aukna þjónustu fyrir fólk sem á erfitt með gang. „Þeir sem […]
Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]