Mikil eftirspurn eftir miðum til Eyja

Miðasala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur gengið vel síðustu daga, þetta sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir. „Miðasala hefur gengið vel síðustu daga og er veðurspáin góð. Það hafa verið góð viðbrögð við auknu framboði ferða milli lands og Eyja með Boat tours og gamla Herjólfi og finnum við fyrir mikilli […]
Súlurnar upp í dag

Það eru tveir dagar í þjóðhátíð og undirbúnigurinn stendur sem hæst. Í ár verða bílapassarnir armbönd sem verða afhent þeim sem á þurfa að halda í dag miðvikudaginn 31. júlí frá kl. 9:00-16:00. Nauðsynlegt er að þeir eldri borgarar og fatlaðir sem þurfa að nýta passana mæti sjálfir í Týsheimilið að sækja armbönd Í dag […]
Rökkvi fann kannabisefni við leit á flugvellinum

Helstu verkefni í síðustu viku hjá lögreglu voru þannig að eitt fíkniefnamál kom upp við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst. Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt […]
Auka ferðir með gamla Herjólfi yfir helgina

Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla samhliða nýju ferjunni á föstudaginn og mánudaginn. Farin verður ein ferð hvorn dag. ÍBV mun annast sölu í ferjuna á vefsvæðinu dalurinn.is. – Miðar fyrir faratæki verða seldir á herjolfur.is og í síma 4812800. Salan á miðunum hófst núna í morgun. […]
Bonafide lögmenn loka starfsstöð sinni í Eyjum

Frá og með 1. ágúst 2019 munu Bonafide lögmenn loka starfsstöð sinni í Vestmannaeyjum. Það hefur verið okkur sönn ánægja að þjónusta Vestmannaeyinga í þau ríflega fjögur ár sem við höfum verið með skrifstofu í Eyjum og þökkum við fyrir góðar móttökur á þeim tíma. Þó starfsstöð okkar í Eyjum verði nú lokað viljum við […]
GV Íslandsmeistarar í sveitakeppni í annari deild

Sveit GV gerði sér lítið fyrir og sigraði Golfklúbb Selfoss í dag í úrslitaleik sveitakeppni golfklúbba í 2. deild. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. holu þar sem Daníel Ingi Sigurjónsson átti glæsilegt högg inn á grín, setti innan við metra frá holu og kláraði púttið svo af öryggi fyrir […]
Fólkið í dalnum á RÚV í kvöld

Í kvöld er hægt að horfa á heimildarmyndin Fólkið í dalnum á RÚV sem fjallar um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en í ár eru 145 ár liðin frá því fyrst var haldin hátíð í Herjólfsdal, myndin hefst 19:45. Í sögulegu samhengi er hátíðin einstök meðal íslenskra útihátíða. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í […]
Róbert Sigurðarson skrifaði undir tveggja ára samning

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Róbert hefur verið á láni hjá ÍBV síðustu 2 ár og sýnt flotta takta á þeim tíma. Hann er stór og sterkur leikmaður sem er sérstaklega sterkur varnarlega. Nú hefur verið gengið frá félagaskiptum Róberts frá Akureyri (Þór) til ÍBV og er það mjög mikilvægt […]
Kæru umsækjendur um lóðir í herjólfsdal

Nú þarf að fara inn á dalurinn.is og staðfesta umsókn. Lokað verður fyrir staðfestingar á sunnudagskvöld. Eins og alltaf þá fá ekki allir fyrsta valið sitt en lang flestir lóðaumsækendur fá eitt af því sem þeir völdu. Njótum þjóðhátíðarvikunnar sem er framundan og áfram ÍBV Þjóðhátíðarnefnd (meira…)
Pattaralegur makríll stríðveiddur í „bæjarlæk“ Eyjanna

„Við höfum landað um 3.000 tonnum af makríl til vinnslu í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar frá því í byrjun júlí. Fiskurinn er stór, feitur og pattaralegur, einhvern veginn lengra genginn og þroskaðri en við höfum séð áður um svipað leyti sumars. Miðin eru rétt við Eyjar, við tökum þetta einfaldlega beint upp úr stóra bæjarlæknum okkar!“ Það […]